Skólastarf og traust í samskiptum : viðhorf skólastjórnenda, kennara og foreldra í þremur grunnskólum

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er byggt á eigindlegri rannsókn á viðhorfum til trausts í skólastarfi. Rannsóknarspurningarnar sem lagðar voru til grundvallar verkefninu voru þrjár: Hvaða máli skiptir traust í skólastarfi? Hvernig er best að stuðla að uppbyggingu þess? Hver verða áhrifin ef traust b...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Bára Gunnarsdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42409
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er byggt á eigindlegri rannsókn á viðhorfum til trausts í skólastarfi. Rannsóknarspurningarnar sem lagðar voru til grundvallar verkefninu voru þrjár: Hvaða máli skiptir traust í skólastarfi? Hvernig er best að stuðla að uppbyggingu þess? Hver verða áhrifin ef traust brestur? Gagnasöfnun byggðist á opnum einstaklingsviðtölum og rýnihópaviðtölum í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu. Gagna var aflað frá stjórnendum, kennurum og foreldrum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðmælendur töldu að traust væri undirstaða alls starfs í grunnskólum. Þá kom fram að persónuleg og heiðarleg samskipti væru mikilvæg forsenda þess að byggja upp traust. Einnig kom fram að fagleg vinnubrögð og gott upplýsingaflæði efldu traust. Að sama skapi verða erfiðleikar í skólastarfi ef traust brestur og samskiptavandi vex sem hefur áhrif á alla starfsemi. Niðurstöðurnar minna á að mannlegir þættir vega þungt í starfsemi stofnana og skólafólk þarf að vera meðvitað um að vera persónulegt og heiðarlegt í öllum samskiptum. Það þarf að standa vörð um fagleg vinnubrögð og hafa í huga að halda nærsamfélaginu upplýstu um skólastarfið. Einnig endurspegla niðurstöðurnar það sem hefur komið fram í rannsóknum um áhrif sem geta skapast þegar traust brestur. Þá skiptir máli að bregðast við af virðingu, með auðmýkt og biðjast afsökunar. Til að gera gott skólastarf enn betra eru það persónuleg, heiðarleg og fagleg vinnubrögð sem skila okkur lengra. This thesis is based on a qualitative exploration of views of school principals, teachers, and parents regarding trust in schools. Three research questions formed the basis of the study: Is trust important for school practice? How can it be strengthened? What is the effect of trust being broken? Data was collected with semi-structured interviews and focus-group interviews in three compulsory schools in the Reykjavík metropolitan area. The findings of the study show that principals, teachers, and parents all consider trust as a significant foundation for all work in ...