Ég er með hugmynd! : starfendarannsókn verkefnastjóra á innleiðingu þróunarverkefnis um sköpunarsmiðjur

Tilgangurinn með þessari starfendarannsókn var að rýna í innleiðingu á þróunarverkefninu Austur-Vestur sköpunarsmiðjur sem var samstarfsverkefni þriggja skóla í Reykjavík. Sköpunarsmiðjur og verkefni í þeirra anda eru mikilvægt málefni því þær búa yfir athafnakostum til að undirbúa börnin fyrir ásko...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðlaug Elísabet Finnsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42392
Description
Summary:Tilgangurinn með þessari starfendarannsókn var að rýna í innleiðingu á þróunarverkefninu Austur-Vestur sköpunarsmiðjur sem var samstarfsverkefni þriggja skóla í Reykjavík. Sköpunarsmiðjur og verkefni í þeirra anda eru mikilvægt málefni því þær búa yfir athafnakostum til að undirbúa börnin fyrir áskoranir framtíðarinnar. Markmið með rannsókninni var að skoða hvað einkenndi innleiðinguna og hvernig mitt hlutverk sem verkefnastjóri mótaðist í ferlinu í mínum skóla. Ég ákvað að gera starfendarannsókn til að styðja við breytingarferlið til að draga úr óvissuþáttum og tryggja varanleika breytinganna. Þannig gat ég haft bein áhrif innleiðingarferlið. Aðalþátttakandi rannsóknarinnar var ég en einnig aðrir sem komu að þróunarverkefninu eins og skólastjórnendur, kennarar og nemendur. Gögnin sem ég safnaði og greindi voru meðal annars færslur í rannsóknardagbók um hlutverk mitt og ígrundanir, samtöl við kennara og nemendur ásamt nótum og myndum úr vettvangsathugunum. Ákveðið var að innleiðing Austur-Vestur þróunarverkefnisins tæki þrjú ár og lögðum við líkan Fullans (2016) um þriggja fasa breytingar til grundvallar breytingarferlinu; upphaf, innleiðing og varanleiki. Þessi tímabil marka tímaröð sögunnar í gagnagreiningunni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna mikilvægi forystunnar og heiltækrar nálgunar í þróunarverkefnum. Náið samstarf okkar verkefnastjóranna var mikill styrkur fyrir framgang verkefnisins og sameiginlegar menntabúðir skólanna voru mikilvæg starfsþróun. Þróunarverkefnið hefur haft áhrif á kennsluhætti í mínum skóla þar sem sjá má að kennarar leituðu fjölbreyttra leiða til að vekja áhuga nemenda með verkefnum í anda sköpunarsmiðja. Heimsfaraldurinn hafði vissulega áhrif á framgang verkefnisins en í öllum áskorunum hafa kennarar verið úrræðagóðir, sveigjanlegir og reynt eftir bestu getu að koma til móts við þarfir fjölbreytts nemendahóps með áherslum á skapandi kennsluhætti og vellíðan barna. Á þessum þremur árum hef ég lært ótal nýja hluti og sýn mín á menntun barna mótast og þróast. Ég hef öðlast aukið ...