Skapandi samstarf grunnskóla og safna : hugmyndahatturinn - handbók fyrir grunnskólakennara

Lokaverkefni mitt við listkennsludeild Listaháskóla Íslands felst annars vegar í hjálagðri handbók fyrir grunnskólakennara um skapandi samstarf grunnskóla og safna um menntun barna og hins vegar í þessari greinargerð um efnisöflun í handbókina og það samhengi sem hún stendur í. Samhenginu skipti ég...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Bergmann 1963-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42293
Description
Summary:Lokaverkefni mitt við listkennsludeild Listaháskóla Íslands felst annars vegar í hjálagðri handbók fyrir grunnskólakennara um skapandi samstarf grunnskóla og safna um menntun barna og hins vegar í þessari greinargerð um efnisöflun í handbókina og það samhengi sem hún stendur í. Samhenginu skipti ég í kafla eftir efni. Fyrsti kafli fjallar um safnfræðslu á Íslandi, sögu hennar og stöðu í dag. Annar kafli er um opinberar stefnur ríkis, sveitastjórna og stofnana í menntamálum og málefnum menningar og lista með sérstöku tilliti til safna og barnamenningar. Þriðji kafli fjallar um kennslufræðilegt samhengi safnfræðslu og áherslu á skapandi starf í kennslu grunnskólabarna. Hjálögð handbók nefnist Hugmyndahatturinn og í henni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðsvegar á landinu. Dæmunum safnaði ég með því að senda spurningakönnun til allra viðurkenndra safna á Íslandi, auk höfuðsafnanna þriggja. Innsendum dæmum raða ég upp eftir fjölda efnisþátta þess námsferlis sem þau lýsa, frá hinum fjölþættustu fremst til hinna einföldustu aftast. Útkoman er aðgengilegt uppflettirit sem gagnast sem innblástur fyrir grunnskólakennara um mögulegar nálganir í fræðslu nemenda í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Handbókin kemur sér einnig vel fyrir starfsfólk safna sem hefur áhuga á að brydda upp á skemmtilegum nýjungum í safnfræðslu fyrir grunnskólanemendur. My final project from the Department of Arts Education of the Iceland University of the Arts is on the one hand the attached handbook for teachers in compulsory schools (1st – 10th grade) about creative collaboration between schools and museums on children's education, and on the other hand this dissertation on the context the handbook stands in and my collection of material for it. I divide the context into sections by topic. The first chapter deals with museum education in Iceland, its history and current situation. The ...