Guðrún Á. Símonar

Óperuflutningur á Íslandi hófst skömmu fyrir miðja tuttugustu öldina og var þá um að ræða erlenda listamenn, en fyrsta sýningin sem Íslendingar settu upp var Rigoletto eftir Verdi í Þjóðleikhúsinu árið 1951. Upp frá því sungu í óperusýningum hérlendis menntaðir íslenskir söngvarar sem höfðu lært ópe...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Salný Vala Óskarsdóttir 1997-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42201
Description
Summary:Óperuflutningur á Íslandi hófst skömmu fyrir miðja tuttugustu öldina og var þá um að ræða erlenda listamenn, en fyrsta sýningin sem Íslendingar settu upp var Rigoletto eftir Verdi í Þjóðleikhúsinu árið 1951. Upp frá því sungu í óperusýningum hérlendis menntaðir íslenskir söngvarar sem höfðu lært óperusöng erlendis, komu hingað með nýtt listform sem Íslendingar höfðu lítt kynnst áður en hafði þó verið vinsælt síðan á 16. öld erlendis. Í hópi frumkvöðla í óperusöng hérlendis voru til að mynda Kristinn Hallsson, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson og Magnús Jónsson. Guðrún Á. Símonar var einnig í þeim hópi og er hún umfjöllunarefni ritgerðarinnar. Í heimildarleit var stuðst við bókina Eins og ég er klædd, blaða- tímaritsgreinar á timarit.is sem og íslenskar bloggsíður um tónlist. Guðrún Á. Símonar fæddist í Reykjavík árið 1924. Hún hóf söngnám sitt hjá Sigurði Birkis, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar en hélt síðan út í framhaldsnám í London í Royal Academy of Music, þaðan lá leiðin í söngnám á Ítalíu þar sem hún lærði hjá frægri ítalskri óperusöngkonu, Carmen Melis. Guðrún fór í tónleikaferðalög hérlendis og erlendis. Hún átti farsælan feril sem óperusöngkona á Íslandi, söng mörg óperuhlutverk í Þjóðleikhúsinu. Hún bjó um árabil í Bandaríkjunum en söng lítið á þeim tíma. Eftir heimkomu frá Bandaríkjunum tók tíma að endurheimta fyrri stall og óperuhlutverkin urðu ekki mikið fleiri. Hún var meðal fyrstu söngkennara í Söngskólanum í Reykjavík og kenndi þar um árabil. Hún hafði mikinn áhuga á köttum, seldi, ræktaði og sýndi þá. Þegar mest var átti hún á bilinu fjörutíu til fimmtíu ketti og tvo hunda. Hún var þekkt fyrir að vera lífleg og áberandi kona og var þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.