Geðheilbrigði og heilsutengd lífsgæði fólks með langvinna verki : áhrif þverfaglegrar meðferðar á endurhæfingardeild Sjúkrahússins á Akureyri, Kristnes á árunum 2004-2020

Ritgerðin er lokuð til 10.05.2044 Langvinnir verkir (e. chronic pain) eru algengt vandamál og leiðandi orsök örorku (e. disability) um allan heim. Sýnt hefur verið fram á að langvinnir verkir er ein algengasta ástæða þess að fólk leitar heilbrigðisþjónustu og að fólk með verkjavanda nýtir sér læknis...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rakel Vilhjálmsdóttir 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41991
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 10.05.2044 Langvinnir verkir (e. chronic pain) eru algengt vandamál og leiðandi orsök örorku (e. disability) um allan heim. Sýnt hefur verið fram á að langvinnir verkir er ein algengasta ástæða þess að fólk leitar heilbrigðisþjónustu og að fólk með verkjavanda nýtir sér læknisþjónustu meira en aðrir. Þeir sem glíma við langvinna verki þurfa ekki einungis að eiga við verkina sjálfa heldur að standa frammi fyrir þeim streituvöldum sem að verkjunum fylgja. Það að lifa með langvinna verki krefst töluverðar tilfinningalegrar seiglu þar sem sífellt er leitað eftir lausn eða létti sem erfitt er að henda reiður á. Það getur leitt til að einstaklingurinn upplifir endurtekið tilfinningalegt ójafnvægi og vanmátt, en kvíði, depurð og aðrar geðraskanir eru algengar samhliða verkjum. Verkjaupplifun er ólík á milli einstaklinga og er flókið ferli þar sem vitað er að tilfinningalegt ástand, kvíði, fyrri reynsla og aðrir flóknir þættir gegna hlutverki. Þegar meðferðarúrræði er valið er mikilvægt að skoða hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á líf fólks en ekki eingöngu að einblína á hvað hægt er að gera til að minnka verkina sjálfa. Þverfagleg verkjameðferð hefur reynst vel þar sem markmiðið er ekki að lækna verki heldur að bæta líf fólks og kenna því að lifa með þeim. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tíðni geðgreiningar meðal einstaklinga með langvarandi verki, grunneinkenni þunglyndis, kvíða og streitu, hvernig þátttakendur meta heilsutengd lífsgæði sín og árangur meðferðar út frá því. Þátttakendur voru alls 659 og sýndu niðurstöður að fólk sem glímir við langvinna verki upplifir meiri depurðar, kvíða og streitueinkenni en almennt gerist. Einnig að heilsutengd lífsgæði þeirra eru lakari og og karlar upplifa marktækt lakari lífsgæði en konur (p<0,001). Karlar og konur telja að lífsgæði sín aukist eftir að meðferð er lokið (p<0,05) og að lífsgæði þeirra séu betri við eftirfylgd en við upphaf meðferðar (p<0,05), sem er vísbending um að áhrif meðferðarinnar séu enn til staðar. Tæplega 30% ...