Kynbundið ofbeldi : viðhorf háskólanema til mýta um kynferðisofbeldi og væntingar þeirra um hegðun og tilfinningasemi þolenda.

Kynferðisofbeldi er stórt vandamál á heimsvísu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að viðteknar mýtur um kynferðisofbeldi spila lykilhlutverk í að viðhalda menningu þar sem valdaójafnvægi milli karla og kvenna, með tilheyrandi ofbeldi gegn konum, viðgengst. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna viðhor...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Eva Hrönn Jónsdóttir 1982-, Sólveig Lára Sigurðardóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41973
Description
Summary:Kynferðisofbeldi er stórt vandamál á heimsvísu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að viðteknar mýtur um kynferðisofbeldi spila lykilhlutverk í að viðhalda menningu þar sem valdaójafnvægi milli karla og kvenna, með tilheyrandi ofbeldi gegn konum, viðgengst. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf nema í sálfræði, lögreglufræði og lögfræði í Háskólanum á Akureyri til mýta um kynferðisofbeldi og væntingar þeirra um hegðun og tilfinningasemi þolenda afbrota. Tveir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur, annar sem mælir viðhorf til mýta um kynferðisofbeldi og hinn sem mælir viðhorf til hegðunar þolenda ofbeldis, áhrif hennar á mat á trúverðugleika frásagna þeirra og fleira. Niðurstöður sýndu að minnihluti þátttakenda aðhyllist mýtur um kynferðisofbeldi í miklum mæli en karlar eru þó líklegri til þess en konur og yngra fólk frekar en eldra. Þá taldi minnihluti þátttakenda að tilfinningasemi eða hegðun þolenda væri merki um sannsögli. Þeir sem samþykkja frekar mýtur um kynferðisofbeldi eru líklegri til þess að telja hlutfall falskra tilkynninga um ofbeldi hærra en aðrir. Einnig eru þeir líklegri til að telja tilfinningaríka hegðun þolenda hafa áhrif á trúverðugleika þeirra sem og hegðun þolenda sem er ekki í samræmi við þá hegðun sem búist er við að þolendur sýni. Niðurstöður voru að mestu leyti í samræmi við fyrri rannsóknir og tilgátur rannsakenda. Þær sýna að báðum kynjum, þó körlum í meira mæli, hættir enn til að samþykkja mýtur um kynferðisofbeldi, gerendur og þolendur og væntingar í samskiptum kynjanna sem byggja á því að karlar eigi að vera ráðandi en konur undirgefnar. Rannsakendur binda vonir við að þessi viðhorf séu á undanhaldi enda eiga þau þátt í að viðhalda kynjamisrétti og nauðgunarmenningu Sexual violence is a major worldwide issue. According to research, accepted myths about sexual violence play a critical role in maintaining a culture in which power imbalances between men and women are prevalent, with associated violence against women. This study aims to examine the attitudes of ...