Mikilvægi málshraðareglunnar í sakamálaréttarfari

Markmiðið með þessari lokaritgerð er að sýna fram á mikilvægi reglunnar um hraða málsmeðferð í sakamálaréttarfari, sem lögfest er í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en samningurinn var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Trausti Örn Þórðarson 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41947
Description
Summary:Markmiðið með þessari lokaritgerð er að sýna fram á mikilvægi reglunnar um hraða málsmeðferð í sakamálaréttarfari, sem lögfest er í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en samningurinn var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1944. Auk þess er reglunnar getið á mismunandi stigum við meðferð máls í lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008. Því er ljóst að málshraðareglan er mjög mikilvæg regla í sakamálaréttarfari. Í ritgerðinni verður gerð grein fyrir mikilvægi hennar fyrir samfélagið allt en þó sérstaklega fyrir sakborninga. Farið verður yfir þróun mannréttinda og lögfestingu þeirra í íslenskan rétt. Rannsakað verður hvað felst í reglunni, og þau tímamörk sem höfð eru til hliðsjónar við ákvörðun um hvort reglan hafi verið brotin. Litið verður til þeirra sjónarmiða sem liggja að baki reglunni sem og þeirra afleiðinga sem brot á málshraðareglunni hafa. Loks verður sýnt fram á að þrátt fyrir að málshraði sé bundinn við birtingu dóms, er bið eftir afplánun oft lengri en ásættanlegt getur talist. Í ritgerðinni verður dómaframkvæmd frá Mannréttindadómstól Evrópu skoðuð, sem og innlend dómaframkvæmd, þegar við á. The aim of this thesis is to demonstrate the importance of the rule on the expedited procedure in criminal proceedings, which are enshrined in paragraph one of Article 70 of the Constitution of the Republic of Iceland and act no. 33/1944 and in paragraph one of Article 6, European Convention on Human Rights. Provisions of the agreement were enacted in Iceland by act no. 62/1944. In addition, the rule is mentioned at different stages in the handling of cases in the Criminal Procedure Act no. 88/2008. It is therefore clear that the main principle of prompt handling is an important principle in criminal proceedings. This thesis will explain its importance for society as a whole, but especially for those accused of committing a crime. The development of human rights and their transposition into Icelandic law will be reviewed. The content of ...