Um sjálfstjórnarvald sveitarfélaga

Ritgerðin er lokuð til 13.03.2032 Sveitarfélögin eru talin vera hornsteinn lýðræðis og meginstoð velferðar íbúa landsins. Sveitarfélögin hafa rétt til sjálfstjórnar en reglan var fyrst fest í Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands nr. 1/1874. Frá þeim tíma hefur ákvæðið staðið efnislega óbr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heimir Ingi Gretarsson 1996-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41941
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 13.03.2032 Sveitarfélögin eru talin vera hornsteinn lýðræðis og meginstoð velferðar íbúa landsins. Sveitarfélögin hafa rétt til sjálfstjórnar en reglan var fyrst fest í Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands nr. 1/1874. Frá þeim tíma hefur ákvæðið staðið efnislega óbreytt og stendur nú í 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. nr. 33/1944 sbr. 16. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995. Í ákvæðinu segir að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Til að stuðla að aukinni vernd sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur Ísland skuldbundið sig, að þjóðarrétti, til þess að virða ákvæði Evrópusáttmálans um sjálfstjórn sveitarfélaga en íslensk stjórnvöld fullgiltu sáttmálann 1. júlí 1991. Sáttmálanum er ætlað að tryggja rétt sveitar- og héraðsstjórna til sjálfstjórnar í Evrópu. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er til umfjöllunnar 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. nr. 33/1944. Fjallað verður um hvers vegna ákvæðinu er skipað innan mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá verður kannað hvort sjálfstjórn sveitarfélaga sé nægilega viðurkennd og tryggð í landslögum og stjskr. til samræmis við Evrópu-sáttmálann um sjálfstjórn sveitarfélaga. Í kjölfar þeirrar umræðu verður lagt mat á hvort þörf sé á að endurskoða 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. nr. 33/1944 Í síðari hluta ritgerðarinnar verður farið nokkrum orðum um sameiningar sveitarfélaga. Skoðað verður hvaða stefna hefur verið ráðandi við sameiningu sveitarfélaga hér á landi og hvaða aðferðum var beitt í nýlegum og umfangsmiklum sameiningum sveitarfélaga annars vegar í Danmörku og hins vegar í Noregi. In Iceland the municipalities have the right to self-government. The right was first enshrined in the Icelandic Constitution no. 1/1874. Since then, the provision has remained substantially unchanged and now stands in the first paragraph of article 78. in the Icelandic Constitution no. 33/1944. The provision states that „Local authorities shall govern their own affairs ...