Vinnuréttur með áherslu á vinnuslys : er slysahugtakið túlkað of þröngt með tilliti til starfsfólks er lendir í vinnuslysum?

Ritgerðin er lokuð til 12.05.2023 Útdráttur Vinnuréttur fjallar um réttindi og skyldur starfsmanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði, og er þessi fræðigrein lögfræðinnar í stöðugri þróunn og kemur við sögu fólks á hverjum degi. Réttarstaða starfsmanna hefur tekið stakkaskiptum frá því að þróun vinnur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Glódís Ingólfsdóttir 1995-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41938
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 12.05.2023 Útdráttur Vinnuréttur fjallar um réttindi og skyldur starfsmanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði, og er þessi fræðigrein lögfræðinnar í stöðugri þróunn og kemur við sögu fólks á hverjum degi. Réttarstaða starfsmanna hefur tekið stakkaskiptum frá því að þróun vinnuréttar hófst hér á landi um aldamótin 1900, þökk sé verkalýðshreyfingunni og baráttu hennar, og er þá meðal annars að nefna veiknda- og slysarétt starfsmanna. Það er mikilvægt að starfsmenn sem lendi í vinnuslysum fái tjón sitt bætt og þurfi ekki að glíma við fjárhagsáhyggjur ofaná það líkamlega og jafnvel andlega tjón sem fylgir því að lenda í slysi. Starfsmenn sem lenda í slysum á vinnustað sínum eiga í flestum tilfellum rétt á einhverskonar bótum, en það er þó afar mismunandi eftir tilfellum hvaðan bæturnar koma og hversu háar þær eru. Þó getur komið upp sú staða að starfsmaður eigi ekki rétt til slysabóta þrátt fyrir að hafa sannarlega lent í líkamstjóni á vinnustað sínum, og er það þá oftast vegna þess að líkamstjónið fellur ekki undir skilgreininga vátryggingarfélags á hugtakinu „slys“. Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka vinnuslys og það hvort réttindi þeirra starfsmanna er lenda í vinnuslysum séu nægilega varin, meðal annar vegna þess hve slysahugtakið er túlkað þröngt af vátryggingarfélögum. Einnig verður það skoðað hvort hægt sé að bæta réttarstöðu þeirra starfsmanna sem sannarlega lenda í slysum í vinnu sinni en fá tjónið ekki bætt, og hvort ástæða sé til að rýmka skilgreiningu vátryggingarfélaga á slysahugtakinu. Labor law deals with the rights and obligations of employees and employers in the labour market, and this field of law is constantly evolving and comes to the attention of people every day. The legal status of employees has undergone tremendous changes since the development of labor law started in Iceland at the turn of the century 1900, thanks to the trade union movement and its struggle, including the sickness- and accident rights of employees. It is importandt that employees who have ...