Skilyrði refsiábyrgðar einstaklinga : hefðbundin og afbrigðileg refsiábyrgð

Refsiábyrgð einstaklinga á Íslandi skiptist í hefðbundna refsiábyrgð og afbrigðilega refsiábyrgð. Hefðbundin refsiábyrgð felur í sér að sakhæfur einstaklingur er persónulega ábyrgur fyrir sínum ámælisverðu verkum. Því gildir það fortakslausa skilyrði um hefðbundna refsiábyrgð að uppfylltar séu saknæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Guðmundsdóttir 1972-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41933
Description
Summary:Refsiábyrgð einstaklinga á Íslandi skiptist í hefðbundna refsiábyrgð og afbrigðilega refsiábyrgð. Hefðbundin refsiábyrgð felur í sér að sakhæfur einstaklingur er persónulega ábyrgur fyrir sínum ámælisverðu verkum. Því gildir það fortakslausa skilyrði um hefðbundna refsiábyrgð að uppfylltar séu saknæmiskröfur refsiákvæðisins. Þegar um er að ræða hefðbundna refsiábyrgð einstaklinga þarf að uppfylla þrenns konar huglæg og hlutlæg skilyrði refsiábyrgðar. Í fyrsta lagi þarf að uppfylla refsiskilyrði tengd hátternisreglu refsiákvæðis, þ.e. refsinæmi (l. actus reus), ólögmæti, og saknæmi (l. mens rea). Í öðru lagi þarf að uppfylla refsiskilyrði tengd sakhæfisskilyrðum sökunauts, þ.e. sakhæfisaldur og geðrænt sakhæfi. Í þriðja lagi þarf að uppfylla refsiskilyrðin um gildissvið refsilaga sem felast í refsilögsögu, tímamörkum og fyrningu. Afbrigðileg refsiábyrgð felur í sér frávik frá saknæmisskilyrðunum og öðrum efnisatriðum hefðbundinnar refsiábyrgðar. Því er refsiábyrgðin eingöngu byggð á hlutlægum grunni sem er undantekning frá meginreglunni um að saknæmi sé skilyrði refsiábyrgðar. Sömu refsiskilyrðin þarf að uppfylla í afbrigðilegri refsiábyrgð og hefðbundinni refsiábyrgð, fyrir utan saknæmisskilyrðið. Þannig felur afbrigðileg refsiábyrgð í sér að einstaklingur er sakfelldur og í framhaldinu refsað fyrir refsinæman og ólögmætan verknað án huglægrar afstöðu hans til verknaðarins. Tilgangur þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir þeim refsiskilyrðum sem þarf að uppfylla svo einstaklingi verði gert að sæta refsiábyrgð á Íslandi. Höfundur mun fjalla ítarlega um öll refsiskilyrðin og útskýra muninn á hefðbundinni og afbrigðilegri refsiábyrgð. Auk þess verður innlend dómaframkvæmd skoðuð og tengd við fræðilega umfjöllun um efnið. There are two kinds of individual criminal liability in Iceland, a traditional criminal liability, and an abnormal criminal liability. Traditional criminal liability means that a person is legally responsible for his or her reprehensible acts. Therefore, the unconditional condition of ...