Sönnunarbyrði í málum er varða peningaþvætti

Peningaþvætti er tiltölulega nýlegt hugtak í íslenskum refsirétti en á síðustu áratugum hafa þvættisbrot aukist til muna með alþjóðavæðingu. Peningaþvætti var fyrst gert refsivert á Íslandi með lögum nr. 39/1993 um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 en síðan þá hefur ák...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aðalheiður Kristjánsdóttir 1999-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41927
Description
Summary:Peningaþvætti er tiltölulega nýlegt hugtak í íslenskum refsirétti en á síðustu áratugum hafa þvættisbrot aukist til muna með alþjóðavæðingu. Peningaþvætti var fyrst gert refsivert á Íslandi með lögum nr. 39/1993 um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 en síðan þá hefur ákvæðið tekið miklum breytingum og gildissvið þess hefur rýmkað. Í núverandi mynd tekur 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 bæði til peningaþvættis þar sem aðili hagnast af refsiverðum brotum annarra, sbr. 1. mgr. greinarinnar en einnig til sjálfsþvættis, sbr. 2. mgr. greinarinnar, þar sem sami aðilinn fremur bæði frumbrotið sem leiðir af sér ávinninginn og þvættisbrotið. Peningaþvætti og sjálfsþvætti eru sjálfstæð brot og því er unnt að sakfella fyrir þau þó svo að frumbrot þvættisbrotsins liggi ekki fyrir. Í slíkum tilvikum getur sönnunarstaðan þó verið erfiðleikum háð, þar sem uppi er óvissa um uppruna ávinningsins. Vegna þessa hefur óbein sönnunaraðferð tíðkast í slíkum málum en hún felur í sér að ákæruvaldið þarf ekki að sanna að ávinningurinn stafi af tilteknu refsiverðu broti, heldur þarf einungis að sanna með óyggjandi hætti að útilokað sé að ávinningurinn sé af lögmætum toga. Takist ákæruvaldinu að sanna það, þá er gengið út frá því að ávinningurinn hljóti þar af leiðandi að stafa af refsiverðu broti. Þessi óbeina sönnunaraðferð er heldur óhefðbundin og hefur komið til álita hvort hún feli í sér slaka á sönnunarbyrði ákæruvaldsins, þar sem ákæruvaldið þarf ekki að sanna af hvaða refsiverða broti ávinningurinn stafar. Í ritgerðinni vonast höfundur til þess að komast að niðurstöðu um hvort sú sönnunaraðferð samrýmist mikilvægri meginreglu um sönnun í sakamálum, meginreglunni um að sönnunarbyrði um sekt ákærða skuli vera í höndum ákæruvaldsins. Lykilhugtök: Lögfræði, sakamálaréttarfar, peningaþvætti, sjálfsþvætti, sönnunarbyrði. Money laundering is a relatively new concept in Icelandic criminal law but in the last few decades money ...