„Þetta eru mjög mikilvæg ár“ : um reynslu og styrkleika einstaklinga sem sinna stuðningi í leikskólum

Ágrip Meistaraprófsverkefni þetta fjallar um rannsókn sem höfundur gerði á persónustyrkleikum einstaklinga sem sinna stuðningi við börn í leikskóla í Reykjavík og hvaða bjargir hafa reynst þeim einstaklingum vel til að sinna störfum sínum sem best. Ákveðinn hluti leikskólabarna eru með stuðning í le...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Magnea Arnardóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41918
Description
Summary:Ágrip Meistaraprófsverkefni þetta fjallar um rannsókn sem höfundur gerði á persónustyrkleikum einstaklinga sem sinna stuðningi við börn í leikskóla í Reykjavík og hvaða bjargir hafa reynst þeim einstaklingum vel til að sinna störfum sínum sem best. Ákveðinn hluti leikskólabarna eru með stuðning í lengri eða styttri tíma á sinni leikskólagöngu. Það getur verið vegna fatlana, félagslegra aðstæðna, málþroskaröskunar, hegðunarvanda eða annars sem veldur því að börn þurfi á stuðningi að halda. Stuðningur getur verið í formi sérkennslu, málörvunar, félagslegs stuðnings, hegðunaraðstoðar, lyfjagjafar eða annars sem börn þarfnast á leikskólatíma. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvaða bjargir, styrkleikar eða annað geri það að verkum að starfsfólk sem sinnir stuðningi geti gert það vel og lengi. Rannsóknaraðferðin er eigindleg og voru tekin einstaklingsviðtöl við fjóra einstaklinga auk greiningar á niðurstöðum persónustyrkleikaprófa fimm einstaklinga sem starfa við stuðning við börn í leikskóla. Þýði rannsóknarinnar er starfsfólk sem hefur starfað við stuðning í leikskóla í Reykjavík í að minnsta kosti tvö ár. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að stuðningur stjórnenda, húmor og sveigjanleiki einstaklinga auk jafningjahandleiðslu, formlegrar og óformlegrar, á vettvangi hefur reynst þessum einstaklingum best í sinni vinnu í leikskólanum. Viðmælendur höfðu ólíkar upplifanir af starfinu en áttu augljóslega margt sameiginlegt þegar þeir lýstu starfi sínu, reynslu og björgum í starfi. Von höfundar er að niðurstöður þessarar rannsóknar geti aðstoðað stjórnendur leikskóla við að velja starfsfólk í stuðningsstörf innan leikskólans sem og að hægt verði að nýta niðurstöðurnar til að hlúa betur að fólki sem nú þegar sinnir þessum stöfum. Abstract This M.Ed. thesis is based on a study that the author did on the character strengths of individuals who provide support for children with disabilities and other learning, behavior, and/or development delays in preschools in Reykjavík. The goal of the study was to get ...