Skólahald í Austur-Skaftafellssýslu : aðdragandi og breytingar sem verða í kjölfar fræðslulaganna ásamt skólaþróunarsögu sýslunnar.

Ritgerðin er lokuð til 14.08.2080 Þáttaskil urðu á Íslandi á 20. öld, lýðræðisbarátta, tæknimál og þétting byggðar spiluðu þar lykilhlutverk. Mikil viðbrigði voru í atvinnumálum samhliða þessum þáttum. Mikil gróska átti sér stað í skólamálum með tilkomu barnafræðslulöggjafanna en aðdragandi þeirra v...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ingvi Þór Sigurðsson 1995-, Lína Dóra Hannesdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41904
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 14.08.2080 Þáttaskil urðu á Íslandi á 20. öld, lýðræðisbarátta, tæknimál og þétting byggðar spiluðu þar lykilhlutverk. Mikil viðbrigði voru í atvinnumálum samhliða þessum þáttum. Mikil gróska átti sér stað í skólamálum með tilkomu barnafræðslulöggjafanna en aðdragandi þeirra var þó nokkur og skiptar skoðanir voru um innihald þeirra. Landinn var bjartsýnn á bætta tíma og Vesturförum fór snarfækkandi. Nýjungar, betri efnahagur ásamt þrautseigju okkar Íslendinga setti svip sinn á tíma breytinganna. Fræðslulög voru samþykkt árið 1907, það var ár sem setti hvað mest mark á skólasögu okkar Íslendinga. Skipti lagasetning þessi fólki upp í fylkingar og menn ekki sammála um innihald hennar. Meginatriðið sem fólst í lögunum var að sett var á skólaskylda barna á aldrinum 10-14 ára og opnaður var kennaraskóli. Árið 1946 kom svo ný löggjöf og átti hún að samræma skólakerfið og mynda frekari heild náms og skóla. Í rúm 30 ár helst ástandið nokkuð óbreytt í skólamálum á Íslandi, í lagalegum skilningi. Það breyttist þó árið 1974 þegar skólakerfið var endurskoðað og ný lög voru sett á, grunnskóli var nýtt heiti utan um skyldunámið og margt sem hafði setið á hakanum þrátt fyrir löggjöf var þá komið í verk. Þróun kennaramenntunar hélst oft í hendur við fræðslulögin og verður saga hennar gerð ágæt skil. Sagt verður frá hvað að gerast í skólamálum í Austur- Skaftafellssýslu í þeim sex hreppum sem undir henni tilheyrðu á 20. öldinni. Það var að mörgu að hyggja í stærstu sýslu landsins sem var mjög dreifbýl og samgöngur voru torfærar oft á tíðum. Var það ekki til þess að auðvelda skólahald og staða menntamála í sýslunni þar af leiðandi margvísleg. Fyrsti fasti skólinn sem tók svo til starfa var Hafnarskóli í Hafnarhreppi. Tekið verður fyrir alla hreppa sýslunnar, sameiningar hreppanna, þéttingu byggðar og fjárhagsstöðu sem voru valdar þess að skólarnir fara einn af öðrum að loka og sameinast. There was a turning point in Iceland in the 20th century where the fight for democracy, technological development and ...