Útivera leikskólabarna : tilgangur útiveru og hlutverk kennarans

Þessi ritgerð er 12 ECTS eininga lokaverkefni til B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri. Höfundar ritgerðarinnar hafa báðir starfað í leikskóla í nokkur ár og skoðað leikskóla utan síns vinnustaðar í gegnum kennaranámið. Það sem allir leikskólarnir eiga sameiginlegt er lítill...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Elín Friðbjarnardóttir 1998-, Sólveig Ósk Guðmundsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41895
Description
Summary:Þessi ritgerð er 12 ECTS eininga lokaverkefni til B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri. Höfundar ritgerðarinnar hafa báðir starfað í leikskóla í nokkur ár og skoðað leikskóla utan síns vinnustaðar í gegnum kennaranámið. Það sem allir leikskólarnir eiga sameiginlegt er lítill metnaður þegar kemur að útiverunni, kennararnir líta oft á tímann sem frí og fer oft langur tími í samræður á milli starfsmanna um eitthvað málefni sem tengist leikskólastarfinu ekki neitt. Höfundum finnst lítið um að kennarar nýti útiveruna til kennslu og eflingar á þroska barnanna. Auðvitað er frjálsi leikurinn mikilvægur en það eru oft mörg börn sem gera ekkert þegar þau fara út, heldur standa þau við hlið kennarans og bíða eftir að fara inn. Höfundar hafa því útbúið hugmyndabanka sem hægt er að nýta þegar kemur að útiverunni, þar má finna ýmsa leiki, kveikjur og verkefni sem börnin gætu haft gaman af. Ritgerðin er því rökstuðningur fyrir því af hverju kennarar ættu að nýta útiveruna meira til að efla þroska og fjölbreytileika útiverunnar. Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á að útivera efli grófhreyfi-, fínhreyfi-, félags-, og vitsmunaþroska og að kennarinn getur haft áhrif á þroska og nám barna í útiveru. This bachelor thesis discusses the outdoor activities of preschool children. It however only addresses the time children and teachers spend outdoors on a daily basis on the kindergartens’ premises. It does not discuss outdoor education, which generally requires a lot of planning and preparation. The aim is to demonstrate the importance of outdoor activities for preschool children, to highlight the development factors outdoor activities foster and to demonstrate the impact on children's development teachers can practice with little effort during outdoor playtime. The development factors discussed are gross motor skills, fine motor skills, social competence and cognitive development. Outdoor activities have a positive impact on children’s development, but it depends on the teacher to encourage this progress ...