Tónlist í almennri kennslu : áhrif tónlistar á líðan og námsárangur

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennarafræðum á grunnskólakjörsviði við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með verkefninu er að kanna þau áhrif sem tónlist hefur á líðan og námsárangur barna og unglinga. Ritgerðin hefst á umfjöllun um tónlistaruppeldi og það hlutverk sem tónlist gegnir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Áróra Gunnarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41873
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennarafræðum á grunnskólakjörsviði við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með verkefninu er að kanna þau áhrif sem tónlist hefur á líðan og námsárangur barna og unglinga. Ritgerðin hefst á umfjöllun um tónlistaruppeldi og það hlutverk sem tónlist gegnir í þroskaferli ungra barna ásamt því að farið verður yfir fjölgreindarkenningu Howard Gardner með sérstakri áherslu á tónlistargreind. Þar á eftir fylgir fræðileg umfjöllun um þau víðtæku áhrif sem tónlist getur haft á heilsu, tilfinningar og félagsþroska einstaklingsins. Litið verður á líffræði- og félagsleg áhrif sem og samspil tónlistar og hreyfingar, meðal annars út frá hugmyndafræði þýska tónskáldsins Carl Orff. Fjallað verður um gildi tónlistar í námi, svo sem hvaða áhrif hún getur haft á heilaþroska og minnisgeymd, og notkun og áhrif bakgrunnstónlistar í skólastofunni. Kannað verður hvernig samþættingu tónlistar og annarra greina hefur verið háttað, annars vegar hvernig samþætta má tónlist og tungumálakennslu til að styðja við orðaforðanám og hins vegar kosti þess að nota tónlist í stærðfræðikennslu. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður fjallað ítarlega um rannsóknir, bæði innlendar og erlendar, sem snúa að áhrifum tónlistar á líðan og námsárangur barna, aðferðafræði þeirra skoðuð og niðurstöður kynntar. Hér er annars vegar um að ræða rannsóknir á notkun tónlistar í kennslustofunni og hins vegar áhrif reglubundinnar tónlistariðkunar á námsárangur og líðan. Samantekt á rannsóknunum og niðurstöðum þeirra var gerð til að varpa ljósi á það hvort tónlist ætti erindi inn í almennt skólastarf. Í þessari ritgerð er því leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Getur tónlist í almennri kennslu haft áhrif á líðan og námsárangur barna og unglinga? This thesis is written as a final project towards a B.Ed. degree from the Faculty of Education at the University of Akureyri. The aim of the project is to investigate the effects that music has on the well-being and academic achievement of children and adolescents. ...