Staða drengja innan skólakerfisins

Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með henni er að skoða hvernig staða drengja er í skólakerfinu. Í ritgerðinni er leitast við að fá víða mynd á þá áhrifaþætti sem snúa að velferð og menntun drengja sem mikilvægt er að hafa að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórhalla Ásgeirsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41872
Description
Summary:Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með henni er að skoða hvernig staða drengja er í skólakerfinu. Í ritgerðinni er leitast við að fá víða mynd á þá áhrifaþætti sem snúa að velferð og menntun drengja sem mikilvægt er að hafa að leiðarljósi til að byggja upp skólakerfi sem uppfyllir metnaðarfull og framsækin markmið sem fram koma í opinberum stefnumótunarskjölum stjórnvalda um menntamál. Lagt var upp með að skoða hvernig ólíkir eiginleikar kynjanna hafa áhrif á námsárangur og líðan innan veggja skólans. Fram kom að það er að mörgu að hyggja þegar bæta á stöðu drengja innan skólakerfisins. Þegar kemur að jafnrétti eru kynjuð sjónarmið oft falin í menningu landsins sem speglast í uppeldi og umhverfinu sem við lifum og hrærumst í. Kröfur samfélagsins taka örum breytingum og í nútímasamfélagi er ætlast til að bæði karlar og konur sinni fjölbreyttum viðfangsefnum sem krefjast bæði eiginleika sem áður flokkuðust sem karllægir eða kvenlægir. Allt bendir til að aukin kynjafræðsla bæði í námskrám grunnskóla og í kennaramenntun geti gefið nýja sýn inn í skólastarfið. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að drengir þurfa frekar að hafa skýr markmið til að fylgja þegar kemur að námi og eru frekar dregnir áfram af áhugahvöt. Textaval kennara er oftar miðað að stúlkum en drengjum. Mikilvægt er að hafa fjölbreytta texta til að efla lestrarhvöt drengja og um leið bæta lesskilning þeirra sem er undirstaða alls náms. Einnig spilar svefn og hreyfing stóran sess í árangri og líðan drengja í leik og námi. This thesis is submitted for a B.Ed.- degree in Faculty of Education in the University of Akureyri. My objective with it is to look at how boys are doing in the school system. The essay seeks to get a broad picture of the influencing factors related to the welfare and education of boys, which can serve as a structural guide that fulfils the ambitious and progressive aims of the government’s official education policy documents. The aim was to look at how ...