Biðlistar og biðtími eftir aðgerð út frá búsetu

Inngangur Biðtími eftir aðgerð er mörgum hugleikinn síðustu misseri. Stefna í heilbrigðisáætlun til 2030 miðar að því að allir skulu hafa möguleika á sömu þjónustu, hvernig svo sem því markmiði er náð. Markmiðið rannsóknarinnar er að skoða hvort biðtími er sambærilegur fyrir svæðissjúkrahús á landsb...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helgi Þór Leifsson 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41862
Description
Summary:Inngangur Biðtími eftir aðgerð er mörgum hugleikinn síðustu misseri. Stefna í heilbrigðisáætlun til 2030 miðar að því að allir skulu hafa möguleika á sömu þjónustu, hvernig svo sem því markmiði er náð. Markmiðið rannsóknarinnar er að skoða hvort biðtími er sambærilegur fyrir svæðissjúkrahús á landsbyggðinni og Landspítala fyrir ákveðnar tegundir skurðaðgerða og hvort búseta hafi áhrif á biðtíma eftir aðgerð, óháð því hvar hún er gerð. Efniviður og aðferðir Gerð var megindleg afturvirk rannsókn á biðtíma eftir aðgerð á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala. Skoðað var miðgildi fyrir biðtíma á árunum 2012 til 2021 og hlutfall sem fór fram yfir áætlaðan biðtíma. Tvíkosta aðhvarfsgreining á ásættanlegum biðtíma og biðtíma umfram biðlistamarkmið var gerð. Niðurstöður Heildarfjöldi valaðgerða sem skráðar voru á rannsóknartímanum var 9442 og miðgildi aldurs 62 ár; 85% var frá LSH og 15% frá SAk. Karlar voru 58,7%. Miðgildi biðtíma var 43 dagar á LSH og 49,5 dagar á SAk. Ekki var marktækur munur á hlutfalli þeirra sem beið umfram áætlaðan biðtíma miðað við stofnun. Hlutfallið sem beið umfram ásættanlegan biðtíma tvöfaldaðist á rannsóknartímanum. Tvíkosta aðhvarfsgreining sýndi að hækkandi aldur, 22 rannsóknarár og aðgerðartegund voru marktækar stýribreytur (p=<0,001) á meðan kyn, stofnun og búsvæði voru það ekki að undanskildum Austfjörðum. Ályktanir Of hátt og hækkandi hlutfall bíður umfram ásættanlegan biðtíma stofnunar og biðlistamarkmið landlæknis eru ekki uppfyllt. Við þessu þarf að bregðast með auknu framboði á skurðlæknisþjónustu. Gera þarf ráð fyrir bráðaþjónustu á dagvinnutíma og marka heildstæða framtíðarstefnu varðandi biðlista og endurskipuleggja þjónustuna þannig að minni sjúkrahús styrkt kerfið. Introduction Waiting lists and waiting time for surgery has lately been widely discussed. The aim of the study was to examine whether the waiting time is comparable for regional rural hospital (SAK) and Landspitali University Hospital (LSH) for selected interventions and whether residence affects the waiting ...