„Ekki vera dicks“: áhrif samskipta við lögregluna á viðhorf og traust ungs fólks til lögreglunnar

Rannsóknir hérlendis sem erlendis sýna að traust til lögreglu mælist alla jafna minnst meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára. Í fyrri rannsóknum hefur ungt fólk auðkennt að samskipti þeirra við lögregluna hafi mest áhrif á viðhorf þeirra og traust til hennar. Þá getur eitt tilfelli þar sem ungt...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Elísabet Ósk Maríusdóttir 1993-, Berglind Birta Jónsdóttir 1998-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41849
Description
Summary:Rannsóknir hérlendis sem erlendis sýna að traust til lögreglu mælist alla jafna minnst meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára. Í fyrri rannsóknum hefur ungt fólk auðkennt að samskipti þeirra við lögregluna hafi mest áhrif á viðhorf þeirra og traust til hennar. Þá getur eitt tilfelli þar sem ungt fólk upplifir ósanngjarna meðferð eða framkomu lögreglumanna haft neikvæð áhrif á upplifun þeirra á lögreglunni almennt. Í þessari ritgerð er leitast við að kanna viðhorf og traust ungs fólks á Íslandi til lögreglunnar og varpa ljósi á hvað veldur því að ungt fólk treystir lögreglunni síður en þeir sem eldri eru. Rannsóknarspurningin sem við leitum svara við er eftirfarandi: Hvaða áhrif hafa fyrri samskipti ungs fólks við lögreglumenn á viðhorf og traust þeirra til lögreglunnar? Rannsóknarspurningunni var svarað á grundvelli megindlegra spurningalistagagna sem safnað var með netkönnun sem lögð var fyrir á vordögum 2022 (n=467). Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára treystir lögreglunni almennt vel og hefur jákvætt viðhorf til stofnunarinnar þó að traustið og viðhorfið mælist ekki jafn gott og meðal almennings í öðrum könnunum. Enn fremur sýna niðurstöðurnar að samskipti við lögreglumenn hafi, eftir eðli samskiptanna, bæði jákvæð og neikvæð áhrif á viðhorf ungs fólks til lögreglunnar og að aukin afskipti leiði til neikvæðara viðhorfs. Niðurstöðurnar gefa ágætis mynd af viðhorfum ungs fólks til lögreglunnar hér á landi og undirstrika mikilvægi þess að þetta viðfangsefni verði kannað nánar í formi eigindlegra rannsókna og viðtala svo kafa megi dýpra ofan í hvað skýrir minna traust og neikvæðara viðhorf til lögreglu meðal ungs fólks. Research in Iceland and internationally shows that trust in the police is generally lowest among young people between the ages of 18 and 25. In previous studies, young people have identified that previous interactions with the police have the most impact on their attitudes and trust in the police. Moreover, even a single incident where young people ...