,,Eins manns ritstjórn getur ekki farið eftir fjölmiðlalögunum frá a-ö" : hvernig skilgreina áhrifamiklir hlaðvarpsframleiðendur hlutverk sitt?

Hröð framþróun á sviði tækni síðastliðna áratugi hefur umbylt því hvernig hlustendur nálgast afþreyingarefni. Hlaðvörp spila þar stórt hlutverk enda hafa þau notið mikilla vinsælda og stækkað hratt sem vinsælt menningarfyrirbæri. Vinsældir hlaðvarpa aukast frá degi til dags og ekkert lát hefur verið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir 1999-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41838
Description
Summary:Hröð framþróun á sviði tækni síðastliðna áratugi hefur umbylt því hvernig hlustendur nálgast afþreyingarefni. Hlaðvörp spila þar stórt hlutverk enda hafa þau notið mikilla vinsælda og stækkað hratt sem vinsælt menningarfyrirbæri. Vinsældir hlaðvarpa aukast frá degi til dags og ekkert lát hefur verið á vinsældum hlaðvarpa hér á landi. Vegna þeirra vinsælda sem íslensk hlaðvörp hafa notið hefur Fjölmiðlanefnd átt í samskiptum við framleiðendur nokkurra þeirra og talið þau vera skráningarskyld sem fjölmiðill. Í kjölfarið hefur sú spurning vaknað hvort að hlaðvörp séu í raun fjölmiðlar. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvernig áhrifamiklir hlaðvarpsframleiðendur skilgreini hlutverk sitt í þeim tilgangi að komast nær því hvort hlaðvörp séu fjölmiðlar. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd rannsóknarinnar í þeim tilgangi að reyna draga fram reynslu, upplifanir og skoðanir viðmælenda á viðfangsefninu. Viðmælendurnir þrír eru allir áhrifamiklir hlaðvarpsframleiðendur sem í dag framleiða vinsæl hlaðvörp. Allir hafa þeir bakgrunn í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, þó mismikinn. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hlaðvarpsframleiðendur telja sig almennt ekki vera fjölmiðla. Hlutverk hlaðvarpsframleiðenda eru mismunandi eftir því hvað þeir gefa sig út fyrir að fjalla um í hlaðvörpum sínum. Viðmælendur eru þó sammála um að hlaðvörp geti gert tilkall til þess að vera fjölmiðlar en reglurnar þurfi að vera skýrari vegna þess að skilgreiningin á hugtakinu ,,fjölmiðill“ er of víð. Lykilhugtök: hlaðvarp, Fjölmiðlanefnd, hljóðmiðlun eftir pöntun, framleiðendur hlaðvarpa, hlustendur hlaðvarpa, hlaðvarp á Íslandi Rapid technological changes in recent decades have overturned the way listeners approach entertainment material. Podcasts are no exception as it has enjoyed great popularity and are growing rapidly as a popular cultural event. The popularity of podcasts is increasing day by day and they are very successful in Iceland. Due to the popularity that Icelandic podcasts have enjoyed, the ...