Samkeppnishæfni frystitogara : útgerð frystitogarans Blængs NK - 125

Verkefnið þetta er lokað til 30.09.2100. Verkefnið má ekki opinbera eða fjölfalda, hvorki að hluta til né í heild, nema með skriflegu leyfi höfundar. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað á sér langa sögu í sjófrystingu og gerir í dag út eina frystitogarann á Austurlandi. Fyrirtækið leggur áherslu á upps...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorvaldur Marteinn Jónsson 1998-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41793
Description
Summary:Verkefnið þetta er lokað til 30.09.2100. Verkefnið má ekki opinbera eða fjölfalda, hvorki að hluta til né í heild, nema með skriflegu leyfi höfundar. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað á sér langa sögu í sjófrystingu og gerir í dag út eina frystitogarann á Austurlandi. Fyrirtækið leggur áherslu á uppsjávarveiðar – og vinnslu en hefur frá árinu 2012 markvisst eflt bolfisksvið sitt með fjárfestingum í aflaheimildum. Á síðastliðnum áratug hefur skipafloti Síldarvinnslunnar til veiða á botnfiski tekið miklum breytingum, en gerðir eru í dag út tveir togarar af móðurfélaginu og tveir af dótturfélaginu Bergur – Huginn ehf. Frystitogurum hefur fækkað mikið á Íslandi síðastliðna áratugi sem rekja má til framfara í landi, óhagstæðs rekstrarumhverfis og færri verkefna. Samkeppnishæfni þessa útgerðarflokks hefur að margra mati skerst en þó gegna þeir ákveðnu hlutverki í íslenskum fiskveiðum með því að veiða tegundir sem erfitt er fyrir annan skipakost að sækja. Núverandi frystitogari Síldarvinnslunnar hf. hefur verið gerður út af félaginu frá árinu 2015 þegar hann var keyptur en skipið kom nýtt til landsins árið 1974. Verkefni þetta byggir á því að skoða útgerð þessa skips sem líkt og hjá öðrum fyrirtækjum er gera út frystitogara hefur verið krefjandi. Því til grundvallar var rekstrarumhverfi frystitogara skoðað ásamt bolfiskaflabrögðum – og heimildum félagsins og rekstaruppgjörum skipanna. Markmið verkefnisins var að skoða hvort halda ætti áfram útgerð togarans í óbreyttri mynd. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ef halda ætti áfram útgerð frystitogara væri mikilvægt að endurnýja skipakost ásamt því að auka aflaheimildir skipsins, en í því geta falist tækifæri. Þannig væru lágmarkaðir áhættutengdir þættir í annars erfiðu rekstrarumhverfi ásamt því að samkeppnishæfni skipsins væri aukin gagnvart öðrum frystitogurum og togurum innan samstæðunnar. Lykilorð: Síldarvinnslan hf., frystitogarar, samkeppnishæfni, útgerðarkostnaður, aflaheimildir Síldarvinnslan hf. in Neskaupstaður has a long history of producing sea frozen ...