Bætt gæði ufsaafurða

Ufsi er ekki vinsæll fiskur hjá Íslendingum og sjómönnum landsins. Í augum margra er hann dökki, ljóti og verðlausi fiskurinn. Þrátt fyrir það er hann þriðji stærsti nytjastofn Íslendinga í magni en skilar ekki sambærilegum verðmætum og aðrir stærstu nytjastofnar okkar. Ímynd þessa fisks er ekki góð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bragi Fannar Þorsteinsson 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41782
Description
Summary:Ufsi er ekki vinsæll fiskur hjá Íslendingum og sjómönnum landsins. Í augum margra er hann dökki, ljóti og verðlausi fiskurinn. Þrátt fyrir það er hann þriðji stærsti nytjastofn Íslendinga í magni en skilar ekki sambærilegum verðmætum og aðrir stærstu nytjastofnar okkar. Ímynd þessa fisks er ekki góð á íslenskum markaði og verðið eftir því. Til þess að ufsi verði samkeppnishæfur við aðra nytjastofna þarf að ná fram ljósari og jafnari lit í flak hans og bæta ímynd hans á markaði. Verkefnið var unnið í samstarfi við Brim, Matís, Slippinn á Akureyri og Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Markmið verkefnisins var að kanna hvort mögulega væri hægt að bæta gæði og stöðugleika ufsaafurða. Til þess voru 3 tilraunarhópar veiddir af frystitogaranum Vigra RE 071 og þvegnir við sömu aðstæður en í mislangan tíma. Einn samanburðarhópur var fenginn úr fiskvinnslu Brims. Samkvæmt niðurstöðum útreikninga á nýtingu tapaðist að meðaltali 22,9% af flaki við fitufláningu. Því þarf að fást 29,7% hærra verð fyrir fitufláð flak til að fá sambærileg verðmæti og fyrir flak sem er ekki fitufláð. Að meðaltali var skorið 34,7% af fitufláðu flaki með beinum í hnakkastykki. Samkvæmt niðurstöðu Minolta litmælinga fengu allir tilraunarhóparnir ljósari lit eftir fitufláningu. Teknar voru staðlaðar ljósmyndir af flökunum í ljósmyndakassa. Sá tilraunarhópur sem var skemmst í þvotti reyndist vera marktækt rauðari í hnakka en hópar sem voru lengur í þvotti. Pollock is the third largest type of fish caught in Iceland, but the value is not comparable to other large fish stock. Many Icelandic people consider the pollock worthless and the fish is described as dark and ugly. Its reputation and price in Icelandic markets is disappointing. To increase its value and improve its reputation the fish fillets need to be brighter and more stable in colour. The research was done in collaboration with Brim, Matís, Slippurinn in Akureyri and Útgerðarfélag Reykjavíkur. The objective was to improve the quality and stability of pollock products. To achieve these objectives, ...