Lággjaldaflugfélög taka flugið : greining á rekstrarmódeli lággjaldaflugfélaga
Reglulega koma fram á sjónarsviðið ný lággjaldaflugfélög, sum þeirra ná festu og stunda öfluga starfsemi í mörg ár en önnur stoppa stutt við og eru horfin á braut jafn fljótt og þau urðu til. Það eru margir þættir sem geta orsakað stutta viðveru flugfélaga. Meginmarkmiðið þessara flugfélaga er að lá...
Main Author: | |
---|---|
Other Authors: | |
Format: | Thesis |
Language: | Icelandic |
Published: |
2022
|
Subjects: | |
Online Access: | http://hdl.handle.net/1946/41777 |
Summary: | Reglulega koma fram á sjónarsviðið ný lággjaldaflugfélög, sum þeirra ná festu og stunda öfluga starfsemi í mörg ár en önnur stoppa stutt við og eru horfin á braut jafn fljótt og þau urðu til. Það eru margir þættir sem geta orsakað stutta viðveru flugfélaga. Meginmarkmiðið þessara flugfélaga er að lágmarka kostnað en vera á sama tíma sýnileg neytendum og byggja upp trausta vörumerkjaímynd. Ákveðið viðskiptamódel sem fundið var upp af bandaríska flugfélaginu Pacific Southwest Airlines (PSA) og síðar fullkomnað af Southwest Airlines hefur verið kennt við lággjaldaflugfélög. Markmiðið með þessari skýrslu er að skyggnast inn í lykilþætti rekstrarmódels lággjaldaflugfélaga og hvernig þeir hafa áhrif á rekstur þeirra. Einnig voru lággjaldaflugfélögin Iceland Express, Wow Air og Play skoðuð út frá þeim lykilþáttum sem snerta rekstur þeirra. Fyrirliggjandi gögn í formi fréttaefnis tengdu íslenskum lággjaldaflugfélögum, kennslubóka í flugrekstri og greina sem finna má í gagnasöfnum líkt og Google Scholar og ProQuest voru rannsökuð. Einnig fengust svör frá lykilstarfsmönnum í lággjaldafluggeiranum á Íslandi. Markmiðið var að skoða hvað það er sem gerir lággjaldaflugfélögum kleift að bjóða lægri verð en fullþjónustuflugfélög og hvort íslensku lággjaldaflugfélögin hafi fylgt sama rekstarmódeli og önnur árangursrík lággjaldaflugfélög. Helstu niðurstöður eru að kostnaðaraðhald og aðgreining lággjaldaflugfélaga gerir þeim kleift að bjóða lægri verð heldur en fullþjónustuflugfélög. Einnig komu í ljós frávik frá rekstrarmódelinu þegar kom að íslensku lággjaldaflugfélögunum. Lega landsins hentar einstaklega vel fyrir tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku en tengiflug eru að öllu jöfnu ekki kennd við lággjaldaflugfélög. Einsleitni flugvélaflota er mikilvæg en sú var ekki raunin í öllum tilfellum sem rannsökuð voru. Dæmi komu fram um rekstur félaganna á ferðaskrifstofum og þjónustufyrirtækjum en það stangast á við rekstrarmódel lággjaldaflugfélaga. Mikilvægt er að lággjaldaflugfélög bjóði upp á einsleita vöru og þjónustu en sú ... |
---|