Er vörumerkjatryggð til staðar á meðal íslenskra neytenda við val á snyrtivörum?

Snyrtivörumarkaðurinn er síbreytilegur og hafa vörumerki í auknu mæli keppst um það undanfarin ár að koma með nýjungar á markaðinn. Áhugavert þótti því að skoða hversu mikil vörumerkjatryggð er til staðar á meðal íslenskra neytenda við val á snyrtivörum. Notast var við kennslubækur og greinar af net...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erna Hörn Davíðsdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41760
Description
Summary:Snyrtivörumarkaðurinn er síbreytilegur og hafa vörumerki í auknu mæli keppst um það undanfarin ár að koma með nýjungar á markaðinn. Áhugavert þótti því að skoða hversu mikil vörumerkjatryggð er til staðar á meðal íslenskra neytenda við val á snyrtivörum. Notast var við kennslubækur og greinar af netinu við upplýsingaöflun. Einnig var framkvæmd spurningakönnun á netinu og tvö viðtöl tekin við starfsfólk snyrtivöruheildverslana á íslenskum markaði til þess að fá betri innsýn á snyrtivörumarkaðinn. Helstu niðurstöður könnunarinnar og viðtalanna leiddu það í ljós að meirihluti íslenskra neytenda á snyrtivörumarkaði mynda frekar tryggð við ákveðnar vörur vörumerkja frekar en vörumerkjatryggð við vörumerki í heild sinni. Þó er ávallt ákveðinn hópur neytenda sem heldur sinni vörumerkjatryggð við ákveðin snyrtivörumerki en sá hópur telur ekki til meirihluta. Spurningakönnunin leiddi í ljós að þeir þættir sem hefðu helst áhrif á val neytenda á snyrtivörum væru verð og umtal. Gætu framleiðendur og seljendur því náð aukinni vörumerkjatryggð með því að hafa þá þætti í huga við sölu og markaðssetningu á sínum vörum. Lykilorð: Snyrtivörur, Neytendur, Vörumerki, Neytendahegðun, Vörumerkjatryggð. The cosmetics industry is an ever changing market and in the past few years brands have constantly competed at introducing new products to the market. The author of this paper thought it would be interesting to examine brand-loyalty in Iceland in regards to cosmetics brand on the market. Both textbooks and articles were used to obtain information. The author of this paper performed an online survey and interviewed two brand managers working at Icelandic cosmetics wholesales to get better insights into the cosmetics market. The results show that most Icelandic consumers form loyalty to certain products from certain brands rather than forming brand-loyalty to only one brand as a whole. Though there always seems to be a group of consumers that stays loyal to their preferred brand, they do not count for the majority of consumers. The ...