Öryggi og ánægja starfsfólks á tímum COVID-19

Í þessu verkefni voru starfsánægja og starfsöryggi starfsfólks sveitarfélaganna skoðuð með tilliti til breyttra vinnuaðstæðna vegna COVID-19. Áhrif COVID-19 á vinnumarkaðinn voru mikil en fjöldi starfsmanna upplifði breytingar á starfi sínu og var starfsfólk sveitarfélaganna þar engin undantekning....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Brynjar Þór Barkarson 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41757
Description
Summary:Í þessu verkefni voru starfsánægja og starfsöryggi starfsfólks sveitarfélaganna skoðuð með tilliti til breyttra vinnuaðstæðna vegna COVID-19. Áhrif COVID-19 á vinnumarkaðinn voru mikil en fjöldi starfsmanna upplifði breytingar á starfi sínu og var starfsfólk sveitarfélaganna þar engin undantekning. Rannsóknir á upplifun starfsmanna af slíkum breytingum eru af skornum skammti, sérstaklega innan opinbera geirans. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort tengsl séu á milli starfsánægju og starfsöryggi starfsfólks sveitarfélaganna vegna breyttra vinnuaðstæðna af völdum COVID-19. Leitast var eftir því að fá innsýn á þá þætti sem höfðu hvað mest áhrif á upplifun starfsmanna. Umfjöllun fræðilega hlutans sýnir mikilvægi starfsöryggis og starfsánægju fyrir bæði starfsfólk og skipulagsheildirnar sjálfar en það eru margir þættir sem hafa áhrif á upplifun starfsmanna eins og t.d. óöryggi, óvissa og vinnuaðstæður. Eru þetta þættir sem fylgdu COVID-19 vegna breytinga sem urðu á vinnustöðum og störfum starfsfólks. Niðurstöður rannsóknarinnar voru í samræmi við fyrri rannsóknir, en breytingar á vinnuaðstæðum starfsfólks höfðu neikvæð áhrif á starfsöryggi og starfsánægju þeirra. Þeir þættir sem höfðu helst áhrif voru ótti við tilfærslu í starfi gegn vilja starfsmanna, álag í starfi, breytingar í starfi af völdum COVID-19 og val um fjarvinnu að covidtímabilinu loknu. Þá hafði starfsaldur og staða tengsl við starfsánægju og starfsöryggi. Þrátt fyrir þær breytingar sem starfsfólk sveitarfélaganna varð fyrir mældist starfsánægja og starfsöryggi í heildina hátt. Lykilorð: Starfsánægja – Starfsöryggi – Vinnuaðstæður – COVID-19 – Opinberi geirinn In this study job satisfaction and job security of municipal employees in Iceland were examined regarding changes in working conditions due to COVID-19. The impact of COVID-19 had a great impact on the labour market as employees experienced changes to their working conditions, municipal employees were no exception. Research on employees’ experiences of these changes is scarce, especially ...