Skiptastjórar í þrotabúum: skipun skiptastjóra, aðfinnslur og brottvikning

Mikið reynir á gjaldþrotarétt á Íslandi vegna fjölda þeirra búa sem tekin eru til gjaldþrotaskipta. Eftir að bú er tekið til gjaldþrotaskipta er skiptastjóri skipaður af héraðsdómara, sem sér almennt um skipti á þrotabúinu frá upphafi til enda. Kröfuhöfum er heimilt á meðan skiptum stendur að bera u...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarki Már Magnússon 1996-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41709
Description
Summary:Mikið reynir á gjaldþrotarétt á Íslandi vegna fjölda þeirra búa sem tekin eru til gjaldþrotaskipta. Eftir að bú er tekið til gjaldþrotaskipta er skiptastjóri skipaður af héraðsdómara, sem sér almennt um skipti á þrotabúinu frá upphafi til enda. Kröfuhöfum er heimilt á meðan skiptum stendur að bera upp skriflegar aðfinnslur vegna starfa eða framferðis skiptastjóra og krefjast þess að honum sé vikið úr starfi. Markmið ritgerðarinnar er að gefa góða innsýn inn í ferlið við skipun skiptastjóra, sjónarmið sem koma til skoðunar við val á skiptastjóra, sem og hvernig aðfinnslumál eru rekin, aðild að þeim, málsmeðferð og niðurstöður aðfinnslumála. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru í fyrsta lagi að annmarkar eru á skipunarferli við skipun skiptastjóra, þar sem upplýsingasöfnun dómstóla um einstaklinga sem eru skráðir á skiptastjóralista er ekki í samræmi við þau sjónarmið sem eiga að liggja til grundvallar við skipun skiptastjóra, samkvæmt reglum um skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum nr. 2/2019. Í öðru lagi telur höfundur að dómarar þurfi að gæta betur að hæfi sínu þegar þeir skipa skiptastjóra þegar það liggur fyrir langvarandi vinasamband milli dómarans og þess sem skipa á sem skiptastjóra. Í þriðja lagi leiðir úrskurðarframkvæmd og niðurstöður aðfinnslumála í ljós að mikið þurfi til að koma svo að skiptastjóri hljóti aðfinnslur. Enn meira þarf til að koma svo að skiptastjóra sé vikið úr starfi. Telja verður að dómstólar mættu gera ríkari kröfur til skiptastjóra. Í fjórða lagi geta skiptastjórar vikið sér undan aðfinnslumáli með því einu að ljúka skiptum. Dómstólar hafa engin úrræði til að hafna skiptalokum, ef formreglur eru uppfylltar. Í fimmta lagi leiða niðurstöður höfundar í ljós að þörf er á breytingum á regluverki og verklagi sem gilda um skipun skiptastjóra í þrotabúum og um aðfinnslumál. Due to the large volume of bankruptcy estates in Iceland, bankruptcy law is commonly practiced. After the estate is declared bankrupt, a district judge appoints a trustee who is responsible ...