LANIS skimunarlisti: Önnur forprófun á framburðarhluta listans.

Inngangur: Skimun felur í sér athugun á hvort einstaklingur sé í áhættuhópi fyrir röskunum eða veikindum. Þegar skimað er fyrir málþroska- eða framburðarröskun er börnum sem ekki falla undir fyrirframgefin viðmið vísað í nánari athugun þar sem niðurstöður skimunarinnar eru staðfestar eða útilokaðar....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Inga Bergsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41652
Description
Summary:Inngangur: Skimun felur í sér athugun á hvort einstaklingur sé í áhættuhópi fyrir röskunum eða veikindum. Þegar skimað er fyrir málþroska- eða framburðarröskun er börnum sem ekki falla undir fyrirframgefin viðmið vísað í nánari athugun þar sem niðurstöður skimunarinnar eru staðfestar eða útilokaðar. Mikilvægt er fyrir börn í áhættuhópi að fá aðstoð snemma svo hægt sé að veita viðeigandi örvun. Vöntun er á stuttum og aðgengilegum skimunarlista sem foreldrar og/eða leikskólakennarar geta notað á áreiðanlegan hátt til að finna börn sem grunur leikur á um að séu með frávik svo hægt sé að vísa þeim í viðeigandi úrræði. Markmið LANIS skimunarlistans er að skima fyrir málþroska- og framburðarfrávikum barna á fjórða aldursári. LANIS listinn er tvíþættur að því leyti að hann er ætlaður bæði foreldrum (lengri gerð) og leikskólakennurum (styttri gerð). Listinn er enn í þróun og er markmið þessa meistaraprófsverkefnis að forprófa hann og mæla réttmæti framburðarþáttar listans samanborið við staðlað framburðarpróf. Þetta verkefni er liður í stöðlun á LANIS til að kanna mat foreldra og leikskólakennara á málþroska og framburðarfærni 3 ára barna. Aðferð: LANIS listinn var lagður fyrir foreldra og leikskólakennara 110 barna á aldrinum 2;10-3;9 ára. Málhljóðapróf ÞM (MHP) var lagt fyrir 103 barnanna, í 12 leikskólum í Reykjavík. Könnuð var fylgni svara foreldra og kennara á framburðarhluta LANIS við hlutfall réttmyndaðra samhljóða (PCC gildi) á MHP, nánar tiltekið (a) fylgni ICS-skimunarkvarða við PCC, (b) fylgni PEDS skimunarlista (áhyggjur af framburði barna) við PCC, og (c) fylgni mats á stökum framburðarorðum á LANIS við PCC. Að auki var fylgni svara foreldra og leikskólakennara á framburðarhluta LANIS metin. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru þær að miðlungs há jákvæð fylgni var á milli svara foreldra á ICS-kvarða á LANIS og PCC gilda á MHP (r=0,64) og einnig þegar leikskólakennara svöruðu ICS-kvarðanum (r=0,69). Einnig var miðlungs há jákvæð fylgni milli PEDS og PCC gilda á MHP hjá foreldrum annars vegar (r=0,51) og ...