LANIS skimunarlisti. Önnur forprófun á skimunartæki fyrir málþroska þriggja ára barna.

Inngangur: Skortur er á próffræðilega sterku skimunartæki með íslensk viðmið sem skimar fyrir bæði mál- og framburðarþroska þriggja ára barna. Skimun sem býr yfir góðum próffræðilegum eiginleikum felur í sér viðunandi réttmæti, áreiðanleika og hátt næmi og sértæki. Markmið þessarar rannsóknar er að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rannveig Gestsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41609
Description
Summary:Inngangur: Skortur er á próffræðilega sterku skimunartæki með íslensk viðmið sem skimar fyrir bæði mál- og framburðarþroska þriggja ára barna. Skimun sem býr yfir góðum próffræðilegum eiginleikum felur í sér viðunandi réttmæti, áreiðanleika og hátt næmi og sértæki. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga réttmæti LANIS skimunarlista, nánar tiltekið þann hluta listans sem metur málþroska og orðaforða. Það er gert með því að athuga tengsl milli LANIS skimunarlista og málþroskaprófanna Málfærni ungra barna (MUB) og Orðaskila. Rannsókn þessi er liður af annarri forprófun LANIS skimunarlista. Efni og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 110 börn á aldursbilinu 2;10-3;9 ára úr 12 leikskólum í Reykjavík. Börn með mál- eða framburðarraskanir og/eða tvítyngd börn voru ekki undanskilin þátttöku. Foreldrar og leikskólakennarar svöruðu LANIS skimunarlista, foreldrar fylltu út Orðaskil og málþroskaprófið MUB var lagt fyrir 105 þátttakendur. Fylgni milli svara foreldra og kennara á LANIS og niðurstöðu á MUB og Orðaskilum var reiknuð til að meta samræmi á milli matstækjanna. Einnig var fylgni milli svara foreldra og svara kennara á LANIS metin. Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að fylgni LANIS við MUB var r=0,55 þegar foreldrar svöruðu listanum og r=0,63 þegar kennarar svöruðu listanum. Fylgni LANIS við Orðaskil var r=0,89 þegar foreldrar svöruðu listanum og r=0,39 þegar kennarar svöruðu listanum. Fylgni milli svara foreldra og kennara var r=0,58 á LANIS: Um mál- og talþroska barns og r=0,45 á LANIS: Orð. Fylgnistuðlar voru marktækir miðað við p < 0,01. Fylgnistuðlar einstakra spurninga LANIS: Um mál- og talþroska barns og MUB voru á bilinu -0,06 til 0,56. Fylgnistuðlar með jákvæða fylgni hærri en r=0,20 voru marktækir miðað við p < 0,05 eða p < 0,01. Ályktanir: Niðurstöður sýna viðunandi hugsmíðaréttmæti og samræmi matsmanna á LANIS: Um mál- og talþroska barns. Það bendir til að listinn meti það sem honum er ætlað að meta, eða málþroska barna, og að foreldrar og kennarar séu áreiðanlegir ...