Áreiðanleiki íslenskrar þýðingar á námsefninu Story Champs: Mat á meðferðarheldni og samræmi milli matsmanna við kennslu einhverfra barna

Frásagnir eru lykilþáttur í félagslegum samskiptum og fjölmargar rannsóknir sýna fram á að góð frásagnarhæfni hefur tengsl við farsæl samskipti sem og námsárangur. Til að efla frásagnarhæfni barna skilar snemmtæk íhlutun mestum árangri, meðal annars til að efla málþroska. Frávik í málþroska spá fyri...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Þóra Jóhannsdóttir 1999-, Guðrún Lilja Jónsdóttir 1999-, Morgan Marie Þorkelsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41569
Description
Summary:Frásagnir eru lykilþáttur í félagslegum samskiptum og fjölmargar rannsóknir sýna fram á að góð frásagnarhæfni hefur tengsl við farsæl samskipti sem og námsárangur. Til að efla frásagnarhæfni barna skilar snemmtæk íhlutun mestum árangri, meðal annars til að efla málþroska. Frávik í málþroska spá fyrir um frásagnarhæfni en börn með einhverfu geta sýnt slík frávik. Að efla frásagnarhæfni getur því verið mikilvægt til að bæta námsfærni og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Námsefnið Story Champs byggir á beinni kennslu og miðar að því að þjálfa frásagnarhæfni með markvissri endurgjöf og stuðningi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta meðferðarheldni við fyrirlögn íslenskrar þýðingar á námsefninu Story Champs auk þess að meta samræmi matsmanna á svörun þátttakenda. Myndbandsupptökur af fyrirlögn voru notaðar til að leggja mat á meðferðarheldni kennara og svörun barna ásamt matslista sem þróaður var sérstaklega fyrir mat á þessu kennsluefni (Elísabet Þorbergsdóttir, Hlynur Bjarnason og Áróra Sigurþórsdóttir, 2022). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að meðferðarheldni kennarans var góð sem samsvarar því að hann fylgdi eftir skrefum fyrirlagnar. Sömuleiðis var samræmi matsmanna við skorun á svörun nemenda mjög hátt, sem gefur til kynna að atriði matslistanna voru vel skilgreind áður en mat átti sér stað. Rannsóknin er hluti af stærra meistaraverkefni nemanda við Háskólann í Reykjavík og niðurstöður í þessari rannsókn ýta undir traust á niðurstöðum þess verkefnis. Narratives are a key component in social interactions. Numerous studies have shown links between good narrative skills and successful interactions along with academic results. Early intervention offers the most results by increasing the narrative abilities in children. Among other things, it increases language development. Deviation in language development, therefore, predicts narrative skills. Autistic children show such deviations. Increasing narrative skills can be essential in improving academic results and hindering social isolation. The ...