Próffræðilegir eiginleikar styttri útgáfu foreldramatskvarða RCADS í úrtaki 8 til 16 ára barna

Markmið þessarar rannsóknar var að meta próffræðilega eiginleika 25 atriða útgáfu foreldramatskvarða RCADS í úrtaki íslenskra grunnskólabarna á aldrinum 8-16 ára. Upprunaleg útgáfa RCADS er 47 atriða sjálfsmatskvarði sem metur einkenni fimm kvíðaraskana og þunglyndis samkvæmt DSM-IV kerfinu. Ekki li...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir 1992-, Eva Margrét Kristjánsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41567
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að meta próffræðilega eiginleika 25 atriða útgáfu foreldramatskvarða RCADS í úrtaki íslenskra grunnskólabarna á aldrinum 8-16 ára. Upprunaleg útgáfa RCADS er 47 atriða sjálfsmatskvarði sem metur einkenni fimm kvíðaraskana og þunglyndis samkvæmt DSM-IV kerfinu. Ekki liggja fyrir fyrri rannsóknir á próffræðilegum eiginleikum foreldraútgáfunnar hérlendis. Notast var við leitandi þáttagreiningu við úrvinnslu gagna. Gert var ráð fyrir að atriði listans myndu raðast á tvo þætti, þunglyndi og kvíða, en þáttagreining gaf aftur á móti þrjá þætti: „Þunglyndi, vonleysi, áhyggjur“, „Kvíði, áráttur, þráhyggjur“ og „Aðskilnaður“. Niðurstöðurnar voru þó ekki afdráttarlausar og höfðu sum atriðin óljós tengsl við hugsmíðarnar. Áreiðanleiki þáttanna var á bilinu 0,69 til 0,85. Þörf er á frekari athugunum á RCADS-P áður en hægt er að mæla með honum sem matstæki fyrir kvíða og þunglyndi hjá íslenskum börnum og ungmennum. Lykilorð: matstæki, sjálfsmat, foreldramat, kvíði, þunglyndi, grunnskólanemar The purpose of this study was to examine the psychometric properties of the shortened parent version of the Revised Child Anxiety and Depression Scale (RCADS-P-25) in a sample of Icelandic children from the age of eight to sixteen years old. The original version of RCADS is a 47 item self-report scale for children, which evaluates five symptoms of anxiety and depression according to DSM-IV. No previous research on the parent version is available in Iceland. It was presumed that the exploratory factor analysis would reveal two scales, depression and anxiety, however, it revealed three scales: „Depression, hopelessness, worries“, „Anxiety, compulsion, obsession“ and „Separation“. The conclusion was not absolute since some items did not have a clear connection to the construct. Internal reliability for the three scales were from 0.69 to 0.85. Further research on the scale is necessary before using it as a standardized assessment tool for anxiety and depression among Icelandic children and adolescents. ...