Biomass, growth and life history traits in mountain birch (Betula pubescens subsp. tortuosa (Ledeb.) Nyman) of contrasting growth form

Birki (Betula pubescens subsp. tortuosa) gegnir bæði mikilvægu hlutverki í íslenskum vistkerfum þar sem það er eina innlenda tegundin sem myndar skóga og í nyrstu hlutum Skandinavíu þar sem það myndar trjálínuna. Á undanförnum árum hafa möguleikar birkis við endurheimt vistkerfa hlotið aukna athygli...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Benedikt Traustason 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41536
Description
Summary:Birki (Betula pubescens subsp. tortuosa) gegnir bæði mikilvægu hlutverki í íslenskum vistkerfum þar sem það er eina innlenda tegundin sem myndar skóga og í nyrstu hlutum Skandinavíu þar sem það myndar trjálínuna. Á undanförnum árum hafa möguleikar birkis við endurheimt vistkerfa hlotið aukna athygli sem og notkun þess í mótvægisaðgerðir gegn áhrifum loftslagsbreytinga. Þessi aukna áhersla á birki kallar á bættan skilning á vistfræði þess og vexti. Í þessari rannsókn voru bornir saman tveir stofnar birkis á Suðurlandi sem vaxa í áþekku loftslagi en hafa mjög ólík vaxtarform: upprétt einstofna tré við Núpsstað og margstofna runnar á Leiðvelli. Gerð voru lífmassalíkön fyrir stofnana tvo og áhrif breytileika í vaxtarformi á nákvæmni líkananna könnuð. Þau voru síðan borin saman við líkön sem hafa verið notuð í íslenskri skógarúttekt. Besta líkanið má nota fyrir báða stofnana en það byggði á þvermálsmælingu í 10 cm hæð upp stofninn. Jafnframt voru tengsl lofthita á vaxtartímabili birkis við árhringjabreiddir rannsökuð en jákvætt samband var milli lofthita júní, júlí og ágúst og vaxtar en neikvætt samband við lofthita mars og apríl. Þá voru valdir lífsöguþættir hjá stofnunum bornir saman (aldur og stærð við kynþroska, fjöldi kvenrekla sem vísitala á framlag til æxlunar og frægæði). Ekkert samband var á milli aldurs og æxlunarátaks eða spírunar en æxlunarátak jókst með aukinni stærð trjáa. Þá fundust fórnarskipti milli vaxtar og æxlunarátaks hjá öðrum stofninum. Út frá þessum niðurstöðum og fyrri rannsóknum var sett fram hugmyndafræðilegt líkan fyrir þá þætti sem geta haft áhrif á æxlunarárangur birkis. Mountain birch (Betula pubescens subsp. tortuosa) is both of importance in Icelandic ecosystems as the only native forest forming tree, and in the northern parts of Fennoscandia where it forms the treeline. In recent years, increased emphasis has been put on its use in restoration activities and as a means of mitigating climate change. This increased focus on mountain birch calls for a better understanding of its ...