Refsiábyrgð vegna óvæntra, alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu : tilgangur refsiábyrgðar og löggjöf

Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á tilgang refsiábyrgðar í málum er varða óvænt, alvarleg atvik sem eiga sér stað innan heilbrigðisþjónustunnar. Við skoðun á þessu verður litið til gildandi löggjafar, bæði hér á landi og erlendis, sem og dómafordæmi. Verður helst vikið að máli ákæruvaldsins...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Urður Hafþórsdóttir 1999-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41504
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á tilgang refsiábyrgðar í málum er varða óvænt, alvarleg atvik sem eiga sér stað innan heilbrigðisþjónustunnar. Við skoðun á þessu verður litið til gildandi löggjafar, bæði hér á landi og erlendis, sem og dómafordæmi. Verður helst vikið að máli ákæruvaldsins gegn X og Landsspítala, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2015 í máli S-514/2014. Einnig verður litið til íslenskra og erlendra fræðigreina á sviði refsiréttar er lúta að refsiábyrgð. Skýrsla starfshóps velferðarráðuneytisins um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu frá árinu 2015 var grundvallarheimild við skrif þessarar ritgerðar, en þar er fjallað um svokallaða cumulative hlutlæga ábyrgð lögaðila, en inntak slíkrar reglu felur í sér refsiábyrgð án sakar. Lagði starfshópurinn til að slík regla yrði lögfest í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Skoðun á þessum gögnum leiddi í ljós að tilgangur þess að beita refsiábyrgð í málum er varða óvænt, alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu sé að tryggja öryggi sjúklinga og starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar sem allra best. Frá sjónarhorni gildandi löggjafar á Íslandi, með hliðsjón af fyrrnefndu máli Héraðsdóms Reykjavíkur nr. S-514/2014 og hinu svokallaða Plastbarkamáli er því velt upp hver skal réttilega sæta refsiábyrgð vegna mistaka sem kunna að verða í starfsemi heilbrigðisstofnunar. Verða einnig tekin til greina þau sjónarmið sem búa að baki reglunni um vinnuveitandaábyrgð skaðabótaréttar og meðalhófsreglu sakamálaréttarfars. The objective of this thesis is to shed light on the purpose of criminal liability in cases involving unexpected, serious incidents occurring within the health care service. In examining this, current legislation will be examined, both in Iceland and abroad, as well as precedents. Particular reference will be made to the Prosecution's case against X and Landsspítali, cf. judgment of the Reykjavík District Court of 9 December 2015 (case S-514/2014). Thesis in the field of criminal law and foreign scholarly work relating to criminal ...