Skattlagning stafrænnar þjónustu : eru aðrar leiðir færar til skattlagningar stafrænnar þjónustu?

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er skattlagning stafrænnar þjónustu með tilliti til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað. Skoðað verður hvernig ríki eru að takast á við þær breytingar og þau vandamál á heimsvísu að stór alþjóðleg fyrirtæki séu að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði sínum ti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sara Sunneva Gunnarsdóttir 2000-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41501
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er skattlagning stafrænnar þjónustu með tilliti til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað. Skoðað verður hvernig ríki eru að takast á við þær breytingar og þau vandamál á heimsvísu að stór alþjóðleg fyrirtæki séu að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði sínum til þeirra ríkja þar sem raunveruleg þjónusta þeirra á sér stað. Mikil þróun hefur orðið í stafrænni þjónustu sem hefur skapað vandamál í alþjóðlegum skattarétti þar sem fyrirtæki hafa verið að nýta sér þessa þróun. Fyrirtæki eiga mun auðveldara með að greiða minni skatt þegar þjónustan fer fram í öðrum löndum. Helsta markmið ritgerðarinnar er að fjalla um hvernig skattlagning stafrænnar þjónustu á sér stað hérlendis í dag og hvernig hún mun koma til með að verða eftir að leiðbeiningarreglur OECD og G20 landanna hafa verið innleiddar. Til þess þarf að afmarka hvað felst í stafrænni þjónustu og hvernig sú þjónusta er skattlögð. Ásamt því að skoða hverjar reglurnar eru sem OECD og G20 löndin leggja fram og hvernig fyrirkomulag þessara reglna hefur verið útfært innan Evrópusambandsins og hjá öðrum ríkjum. Þá hvernig best væri að haga skattlagningunni hérlendis. Loks verður skoðað hvort tvísköttunarsamningar sem Ísland hefur gert við önnur ríki hafa haft áhrif á innleiðingu reglnanna. The subject of this thesis is the taxation of digital services with regard to the digital development that is taking place. It will be examined how countries are coping with the changes that are taking place and the international problem that large international companies are avoiding paying tax on their profits to those countries where their actual services are taking place. There have been major developments in digital services and a huge problem has arisen in international tax law as companies have been taking advantage of these developments. Companies find it much easier to pay less tax than to provide services in other countries. The main aim of the thesis is to discuss how the taxation of digital services takes place in Iceland today ...