Skattlagning áhrifavalda : hvernig skal fara með skattlagningu tekna sem áhrifavaldar hljóta

Með örri tækniþróun undanfarin ár hafa samfélagsmiðlar vaxið hratt og í kjölfarið hafa svokallaðir áhrifavaldar rutt sér til rúms. Starfsemi áhrifavalda er fremur nýtt af nálinni hérlendis, en hópur þeirra fer ört stækkandi og fjárhæðirnar í kringum þá einnig. Í fyrstu stunduðu áhrifavaldar iðju sín...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolbrún Ýr Karlsdóttir 1999-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41489
Description
Summary:Með örri tækniþróun undanfarin ár hafa samfélagsmiðlar vaxið hratt og í kjölfarið hafa svokallaðir áhrifavaldar rutt sér til rúms. Starfsemi áhrifavalda er fremur nýtt af nálinni hérlendis, en hópur þeirra fer ört stækkandi og fjárhæðirnar í kringum þá einnig. Í fyrstu stunduðu áhrifavaldar iðju sína einungis sér til gamans, en þróunin hefur verið með þeim hætti að nú hefur fjöldi fólks lifibrauð sitt af þessari nýju atvinnugrein einni. Má þó segja að þessari öru þróun hafi fylgt ákveðnir vaxtaverkir, þar sem íslensk löggjöf hefur ekki náð að fylgja henni eftir. Þannig þykir skorta reglur um starfsemi áhrifavalda, þá sérstaklega hvað skattaréttarleg sjónarmið varðar, en í núgildandi lagaumhverfi er einungis stuðst við lög nr. 90/2003 um tekjuskatt og reglur Skattsins er varða atvinnustarfsemi í þeim efnum. Upp hefur því komið óvissa um hvernig beri að skattleggja tekjur áhrifavalda, en tekjur og starfssambönd þeirra eru gjarnan nokkuð frábrugðin því sem tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði. Meginmarkmið ritgerðarinnar er því að varpa ljósi á hvernig skattlagningu áhrifavalda beri að hátta. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eftir rannsóknarvinnu höfundar eru þær að skattleggja beri tekjur áhrifavalda líkt og annara samfélagsþegna. 7. gr. tekjuskattslaga er rauði þráðurinn í gegnum ritgerðina, en greinin er meginregla og kveður á um að allar tekjur skuli skattlagðar, skiptir ekki máli hvaðan þær stafa eða í hvaða formi þær eru. Að mati höfundar eru þörf á markvissari setningu skýrra reglna sem varða skattlagningu áhrifavalda enda væri útkoman öruggari vinnuumhverfi fyrir áhrifavalda, starfsgrein sem komin er til að vera. With the rapid development of technology in recent years, social media has grown rapidly and as a result, so-called influencers have gained ground. The activities of influencers are rather new in Iceland, but the quantity of influencers is growing rapidly and so is their financial profit. At first, being an influencer was only a hobby, but now the trend has been such that many people have their ...