Flöggun á grundvelli annarra tilvika en beinnar eignarhlutdeildar : markmiðið með reglum um flöggunarskyldu

Reglur um flöggun komu fyrst inn í íslenska löggjöf með lögum nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Fyrir setningu þeirra laga var ekki ákvæði í íslenskri löggjöf sem skyldaði hluthafa til þess að tilkynna ef eignarhlutur þeirra næði, fór upp fyrir eða niður fyrir ákveðin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Katla Dögg Sævaldsdóttir 2000-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41488
Description
Summary:Reglur um flöggun komu fyrst inn í íslenska löggjöf með lögum nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Fyrir setningu þeirra laga var ekki ákvæði í íslenskri löggjöf sem skyldaði hluthafa til þess að tilkynna ef eignarhlutur þeirra næði, fór upp fyrir eða niður fyrir ákveðin mörk. Flöggunarregluverkið hefur þróast í áranna rás, en nýverið öðluðust gildi ný heildstæð lög nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefanda verðbréfa og flöggunarskyldu. Ritgerð þessi ber titilinn „Flöggun á grundvelli annarra tilvika en beinnar eignarhlutdeildar, markmiðið með reglum um flöggunarskyldu.“ Er markmiðið að varpa ljósi á markmið reglna um flöggunarskyldu í öðrum tilvikum en þegar um beint eignarhald á hlutabréfum er að ræða, sem og hvaða tilvik geta fallið þar undir. Verður því gerð grein fyrir því hvað er óbeint eignarhald á hlutabréfum. Einnig verður leitt í ljós hvenær flöggunarskylda getur myndast við sérstakar aðstæður, og þá hvaða aðilum ber að flagga við slíkar aðstæður. Niðurstöður ritgerðarinnar eru að markmið reglna um flöggunarskyldu er fyrst og fremst að tryggja upplýsingaflæði til aðila markaðarins og fjárfesta, en lykilforsenda fjárfestaverndar er að fjárfestar viti hvaða aðilar fara raunverulega með völd í útgefanda verðbréfa þeirra sem átt er viðskipti með. Ekki nægir að gera einungis grein fyrir beinu eignarhaldi, og er því reglum um flöggun á grundvelli óbeinnar eignarhlutdeildar ætlað að ná utan um hvaða aðilar fara raunverulega með eignarhald í félagi. Er því óhætt að segja að flöggunarregluverkið sé eins konar hornsteinn fjárfestaverndar þar sem það veitir aðhald til markaðsaðila og tryggir skilvirkan markað. Rules regarding an obligation to notify of major holdings in listed companies („flagging“) in Iceland was first found in Act no. 34/1998. Before that time there was no legislation in Iceland that made it an obligation to shareholders to notify about major holdings in listed companies when their shares reached, went over or below a certain percentage. These rules have developed ...