"Ósýnilegu börnin" : réttarstaða barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda

Markmið ritgerðarinnar er að leita svara við því hvort Ísland, sem aðildarríki barnasáttmálans, uppfylli þær skuldbindingar sínar, að grípa til allra viðeigandi og nauðsynlegra ráðstafana, til að tryggja að börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda, fái notið viðeigandi stuðnings og þeirra réttinda...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Emma Íren Egilsdóttir 2000-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41475
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að leita svara við því hvort Ísland, sem aðildarríki barnasáttmálans, uppfylli þær skuldbindingar sínar, að grípa til allra viðeigandi og nauðsynlegra ráðstafana, til að tryggja að börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda, fái notið viðeigandi stuðnings og þeirra réttinda sem kveðið er á um í barnasáttmálanum, á sama hátt og önnur börn, án mismununar af nokkru tagi. Með fullgildingu barnasáttmálans og þeim breytingum sem gerðar voru á íslenskri löggjöf í kjölfarið, hefur réttarstaða barna styrkst til muna. Með lögfestingu barnasáttmálans skuldbatt Ísland sig enn frekar til að tryggja að sérhvert barn innan umráðasvæðis þess, fái notið sérstakrar verndar og umönnunar. Til þess að leita svara við þeim spurningum, verður fjallað um áhrif barnasáttmálans á löggjöf og framkvæmd á Íslandi, auk þess sem fjallað verður um meginreglur hans og markmið, með sérstakri hliðsjón af þeim hópi barna sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Þá er fjallað um þróun löggjafar sem tekur til málefna barna á ýmsum sviðum. Einnig er fjallað um aðgerðir íslenska ríkisins sem og frjálsra félagasamtaka í þágu þessa hóps barna, auk þess sem samanburður er gerður við hin Norðurlöndin, en einnig er farið yfir dómaframkvæmd bæði hér á landi og hjá Mannréttindadómstól Evrópu. The aim of the dissertation is to seek to answer whether Iceland, as a member of the Convention on the Rights of the Child, fulfills its obligations, to take all appropriate and necessary measures, to ensure that children with parents with mental health problems receive appropriate support and the rights provided for in the Convention on the Rights of the Child, in the same way as other children, without discrimination of any kind. With the ratification of the Convention on the Rights of the Child and the subsequent amendments to Icelandic legislation, the legal status of children has been greatly strengthened. With the legalization of the Convention on the Rights of the Child, Iceland further committed itself to ensuring that every child within ...