Bíllinn minn og ég - Ferðahegðun ungmenna á Akureyri og viðhorf þeirra til ólíkra þátta í umhverfinu

Samfélögin sem mynda borgir stækka ört og verða fjölbreyttari. Kerfin sem mynda borgir verða einnig sífellt erilsamari og flóknari. Samgöngukerfi taka mikið pláss í þéttbýli en hvernig það er byggt upp er mjög fjölbreytilegt milli staða. Hreyfanleiki fólks er orðinn meiri. Dagleg vegalengd sem fólk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lísbet Perla Gestsdóttir 1999-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41365
Description
Summary:Samfélögin sem mynda borgir stækka ört og verða fjölbreyttari. Kerfin sem mynda borgir verða einnig sífellt erilsamari og flóknari. Samgöngukerfi taka mikið pláss í þéttbýli en hvernig það er byggt upp er mjög fjölbreytilegt milli staða. Hreyfanleiki fólks er orðinn meiri. Dagleg vegalengd sem fólk getur ferðast orðin mun lengri en fyrir nokkrum áratugum og hefur ferðahegðun þess breyst samhliða því. Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða ferðahegðun og viðhorf framhaldsskólanema á Akureyri til ólíkra þátta í umhverfinu sem geta haft áhrif á val á ferðamáta. Rannsóknin byggir á spurningakönnun sem var lögð fyrir nemendur Menntaskólans á Akureyri. Þátttakendur voru beðnir um að svara spurningum sem sneru að daglegri ferðahegðun þeirra sem og að kanna viðhorf og afstöðu til ýmissa þátta af skipulags-, umhverfis- og/eða félagslegum toga. Aðaláherslan var á notkun einkabílsins sem ferðamáta til og frá skóla, en einnig var spurt út í almenna notkun utan skóla til að fá betri sýn á viðfangsefnið. Akureyri er lítill bær svo það ætti að vera auðvelt að ganga, hjóla eða nota gjaldfría strætisvagna á milli staða. Þrátt fyrir það er mikil einkabílamenning í bænum og hann skipulagður út frá bílnum. Niðurstöðurnar sýndu fram á að einkabíllinn var algengasti ferðamáti þátttakenda. Þættir eins og veður, færð og einfaldleiki réðu mestu í vali á ferðamáta. Umhverfissjónarmið og kostnaður skiptu litlu máli þegar kom að valinu. Fæstir sem notuðu einkabílinn sáu fyrir sér að breyta sínum helsta ferðamáta. Einkabíllinn virtist einnig auka sjálfstæði þátttakenda og gefa tækifæri á fjölbreyttara félagslífi. The communities that form cities are growing rapidly and becoming more diverse. The systems that make up cities are also becoming increasingly busier and complex. Transit systems take up a lot of space in urban environment but how they are built varies a lot between places. People’s mobility has grown and the daily commute a person can travel has become longer than some decades ago and people‘s travel behaviour has changed ...