Forkönnun á menntun heilbrigðisstarfsfólks í munnheilsuvernd

Lítið er vitað um grunnkennslu í munnheilsuvernd fyrir starfsfólk í umönnun hér á landi, sem sinnir munnhirðu sjúklinga, langveikra og fatlaðra. Þessir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að sinna munnhirðu sjálfir og leggst því ábyrgðin á umönnunaraðila líkt og hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elsa Hlíðberg Hauksdóttir 1999-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41334
Description
Summary:Lítið er vitað um grunnkennslu í munnheilsuvernd fyrir starfsfólk í umönnun hér á landi, sem sinnir munnhirðu sjúklinga, langveikra og fatlaðra. Þessir einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að sinna munnhirðu sjálfir og leggst því ábyrgðin á umönnunaraðila líkt og hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og félagsliða. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að forkanna hversu mikla kennslu nemendur í hjúkrunarfræði, sjúkraliða- og félagsliða námi, fái varðandi munnheilsuvernd á Íslandi. Aðferðir: Í þessari rannsókn, sem var þversniðsrannsókn, var sendur út rafrænn spurningalisti á úrtakshóp. Úrtakshópurinn var hentugleikaúrtak og samanstóð hann af kennurum í grunnnámi hjúkrunarfræði, á sjúkraliðabraut og á félagsliðabraut sem voru líklegir til að koma að kennslu um munnheilsuvernd. Niðurstöðugögnin sem fengust úr könnuninni voru færð yfir í Microsoft Excel og var þeim síðan lýst í textaformi, með töflum eða með myndum. Niðurstöður: Alls voru fimmtán manns sem tóku þátt í rannsókninni, þar af voru níu kennarar sem störfuðu á framhaldsskólastigi og sex kennarar sem störfuðu á háskólastigi. Allir þátttakendur rannsóknarinnar voru með skráð í námsskrá sinni nám í munnhirðu, og 93,3% þátttakenda voru með skráð nám í munnheilsu í námsskránni. Niðurstöður leiddu í ljós að hjúkrunarfræðingar báru mestan þunga af allri kennslu tengdri munnheilsuvernd. Einungis 33,3% þátttakenda svöruðu játandi að nemendur væru skyldugir að ljúka námskeiðum varðandi munnheilsuvernd en af þeim þátttakendum var meirihlutinn sem starfaði á háskólastigi (n=4). Meðalfjöldi kennslustunda í munnheilsuvernd voru 5,5 kennslustundir á námsleið í heild sinni. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að nám í munnheilsuvernd sé ábótavant. Þó svo að námsefnið sé skráð í námsskrá námsleiða að þá tala kennarar um að ónægur stuðningur sé við kennslu í námsefninu. Áætla má að með bættum fjölda kennslustunda megi bæta gæði kennslunnar. There is insufficient information about basic education in oral health care for health personnel in Iceland. These ...