"Hver á barnið?" Barnfaðernisdómar í Reykjavík á millistríðsárunum, mikilvægi meðlagsúrskurða fyrir einstæðar mæður og barnfaðernisdómar sem heimild um kynhegðun.

Í þessari ritgerð er fjallað um kynhegðun fólks á millistríðsárunum og stöðu þeirra kvenna sem eignuðust barn utan hjónabands, eins og hún birtist í barnfaðernisdómum borgarfógeta Reykjavíkur frá árunum 1928–1937. Þessi gögn opna lítinn glugga inn í samfélagið á Íslandi á millistríðsárunum. Þau sýna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lóa Björk Kjartansdóttir 1973-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41127
Description
Summary:Í þessari ritgerð er fjallað um kynhegðun fólks á millistríðsárunum og stöðu þeirra kvenna sem eignuðust barn utan hjónabands, eins og hún birtist í barnfaðernisdómum borgarfógeta Reykjavíkur frá árunum 1928–1937. Þessi gögn opna lítinn glugga inn í samfélagið á Íslandi á millistríðsárunum. Þau sýna að konur í lægri stigum voru í meirihluta þeirra sem höfðuðu mál til að fá faðerni barns viðurkennt. Greina má valdamisræmi kynjanna í orðræðu yfirvalda og jafnframt má leiða líkur að mikilvægi stéttar og stöðu í einstaka dómsúrskurðum. Áhugavert er að á þessum tíma var fólki enn gert að sverja eið til að staðfesta niðurstöðu dómara þegar orð stóð gegn orði. Lög um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna voru sett árið 1921 eftir þrotlausa vinnu Kvenréttindafélags Íslands um réttarbætur fyrir einstæðar mæður og börn þeirra. Þau voru sett til að tryggja framfærslu óskilgetinna barna. Fjallað verður um hvort beiting þeirra gat leitt til þess að karlmaður væri dæmdur faðir barns sem hann átti ekki. Jafnframt því að greina stöðu þeirra kvenna sem koma við sögu í dómunum er sjónum beint að vísbendingum um hvort ógift fólk hafi almennt stundað kynlíf þrátt fyrir áherslu samfélagsins á skírlífi fólks sem ekki var í hjónabandi. Einnig er skoðað hvort fólk hafi verið meðvitað um leiðir til að koma í veg fyrir barneignir. Sjaldan er vikið að þeim börnum sem fjallað er um í gögnum þessum. Ekki er hægt að draga ályktanir um afdrif þeirra byggt á þessum gögnum.