Land í mótun: Þjóðarmörkun Íslands á leiðtogafundinum í Reykjavík 1986

Ritgerðin fjallar um þjóðernislega ímyndarsköpun í tengslum við leiðtogafund Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík árið 1986. Markmiðið er að sýna hvernig íslensk stjórnvöld nýttu sér þá athygli sem fundurinn fékk til þjóðarmörkunar (e. nation...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórhildur Elísabet Þórsdóttir 1999-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41126
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um þjóðernislega ímyndarsköpun í tengslum við leiðtogafund Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík árið 1986. Markmiðið er að sýna hvernig íslensk stjórnvöld nýttu sér þá athygli sem fundurinn fékk til þjóðarmörkunar (e. nation branding) í þeim tilgangi að styrkja ímynd landsins út á við og aðstoða íslensk útflutningsfyritæki við markaðsleit. Þessi landkynning tók á sig mynd fjölmiðlafárs, þar sem íslenska þjóðin var viðfangsefnið. Fjallað verður um hvernig skipuleggjendur þessa fjölmiðlafárs – íslensk stjórnvöld – lögðu til merkinguna og færð rök fyrir því að alþjóðafjölmiðlar hafi gengist við henni. Þannig var frammistaða Íslendinga í tengslum við skipulag fundarins notuð sem eins konar sýnidæmi til að miðla ákveðinni ímynd sem byggðist á náttúrukrafti þjóðarinnar sem kynntur var sem eitt af aðaleinkennun hennar. Efnið verður greint út frá kenningum um þjóðarmörkun og umfjöllun íslenskra og erlendra fjölmiðla um fundarhaldið og þátt Íslands í skipulagningu þess. Jafnframt verður landkynningin sett í samhengi við breytt umhverfi íslensks atvinnulífs á níunda áratugnum – þegar nýfrjálshyggjan kom fram á sjónarsviðið – og hugmyndir um framandlegt norður, sem nýttar voru til að rökstyðja aukin umsvif Íslendinga á alþjóðavettvangi. Loks er sýnt hve mikilvægu hlutverki leiðtogafundurinn hefur gegnt í minningapólitík íslenskra stjórnvalda á síðustu áratugum til að styrkja ímynd Íslands á alþjóðavettvangi sem náði hámarki í „útrás“ íslenskra fyrirtækja á fyrsta áratug 21. aldar.