Sjálfið uppfært: Rannsókn á endurmótun sjálfs í sængurlegu

Meðganga, fæðing og sængurlega er ferli sem hefur óneitanlega mótandi áhrif á hverja þá konu sem það upplifir. Það að ganga með annan líkama innan síns eigin er upplifun sem er engri annarri lík. Ætla mætti að þessi upplifun sem konur ganga í gegnum væri ótæmandi brunnur þekkingar byggðri á reynslu,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Ásbjarnardóttir Strandberg 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/41056
Description
Summary:Meðganga, fæðing og sængurlega er ferli sem hefur óneitanlega mótandi áhrif á hverja þá konu sem það upplifir. Það að ganga með annan líkama innan síns eigin er upplifun sem er engri annarri lík. Ætla mætti að þessi upplifun sem konur ganga í gegnum væri ótæmandi brunnur þekkingar byggðri á reynslu, en einhverra hluta vegna hefur þessi þekkingarbrunnur ekki þótt nægilega áhugaverður þegar kemur að heimspekilegri sýn á heiminn. Hávær umræða er nú um mál kvenna sem hafa mætt heyrnarleysi heilbrigðisstarfsfólks þegar þær hafa viðrað áhyggjur og upplifanir sínar á meðgöngu og í fæðingu. Kenning höfundar er sú að þetta heyrnarleysi heilbrigðisstarfsfólks og vöntun á heimspekilegum áhuga á barneignarferlinu frá sjónarhorni kvenna sé af sama meiði. Það áhugaleysi og sú þöggun sem umlykur konur í hefðbundinni vestrænni heimspeki er ekki uppsprottin þar og sama gildir um heyrnarleysi heilbrigðisstéttarinnar. Hvorug þessara stétta, ef svo má kalla, fann upp á því að hunsa konur, viðhorf þeirra og upplifanir, heldur þarf að kafa dýpra inn í kerfislæga mismunun sem umlykur samfélagið allt og hefur gert frá örófi alda. Ritgerð þessi er ekki skrifuð með það að markmiði að grafa undan þeirri þekkingu sem ríkir innan heilbrigðisstéttarinnar og innan heimspekinnar, heldur þvert á móti ýta undir að sú þekking spanni enn breiðara svið og taki tillit til fjölbreyttari upplifanna og radda en áður hefur tíðkast. Við skrif ritgerðarinnar kom ítrekað upp sami núningurinn, að binda óefnislegt flæði böndum og festa það innan ramma fræðakerfisins, bæði hvað varðar skrifin sjálf og það að ætla að festa barneignarferlið sem í sjálfu sér er flókið flæðihugtak innan ákveðins ramma. Ramminn er til staðar innan samfélagsins og ræður þar ríkjum, rammi sem hefur sprottið upp af karllægum hugsunarhætti um skipulag og línulega framvindu. Ramminn sem hefur vissulega sínu hlutverki að gegna þarf bæði að halda utan um það sem nauðsynlega þarf að vera útreiknanlegt og stabílt, en einnig að gefa eftir og laða sig að því óútreiknanlega flæði sem ...