Barnabókmenntir : gildi lesturs : bókasafnið og bókin í leikskólanum

Verkefnið er lokað til jan. 2020 Í þessu lokaverkefni verður fjallað um barnabókina, greint verður frá hversu mikilvægt er að lesa fyrir börn þannig að þau læri að lesa og þróa með sér þann lesskilning sem þau þurfa til að gleyma sér í veröld bóka. Bækur eiga ekki eingöngu að vera til skemmtunar þær...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alda Stefánsdóttir 1968-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4101
Description
Summary:Verkefnið er lokað til jan. 2020 Í þessu lokaverkefni verður fjallað um barnabókina, greint verður frá hversu mikilvægt er að lesa fyrir börn þannig að þau læri að lesa og þróa með sér þann lesskilning sem þau þurfa til að gleyma sér í veröld bóka. Bækur eiga ekki eingöngu að vera til skemmtunar þær eiga að hjálpa börnum að takast á við lífið og kenna þeim á það. Til að hægt sé að lesa fyrir börn þurfa að vera til bækur, bókasöfn þjóna þar stóru hlutverki því án þeirra væri eflaust erfiðara að verða sér út um fjölbreyttar bækur. Sagt verður frá könnun sem höfundur gerði í tveimur leikskólum á Akureyri. Höfundur vildi finna út hvort lesið væri fyrir börn á leikskólum, hve mikilvægur starfsfólkinu þætti lestur fyrir börn og í kennslu. þátttakendur voru spurðir hvort þeir læsu í sínum frítíma og hvort lesið hafi verið fyrir þá í æsku, spurt var út í aðgengi, notkun og hverjar kröfur þeirra væru til bókasafna. Einnig var spurt út í það hvernig börnin umgangist og noti bækur, hver velji bækur sem lesnar eru, hvar þær séu geymdar og að lokum hvort til væri vinnuskipulag varðandi umgengni barna við bækur á þeirra leikskóla . Af niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá að meirihluti starfsfólks sem tók þátt eru meðvitaðir um mikilvægi þess að lesa fyrir börn. Þá virðist sem starfsfólkið leggi sig fram við að velja bækur handa- og með börnunum. Meiri hluti starfsfólks í leikskólunum notar bókasöfnin og virðist þekkja inn á þau. Ekki voru allir þátttakendur á sama máli varðandi umgengni barna við bækur og af niðurstöðunum má sjá að misjafnt er hvernig börn ganga um bækur. Flestir sögðu að til væri vinnuskipulag um umgengni bóka. Þá voru það ýmist börnin eða börn og starfsfólk sem völdu þær bækur sem lesa átti hverju sinni.