Markaðsáætlun Geosilica hf.: Tækifæri til sóknar

Þessi ritgerð byggist á því að búa til markaðsáætlun fyrir sprotafyrirtækið Geosilica Iceland hf. sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hágæða fæðubótarefnum sem unnin eru úr íslenskum jarðhitakísli. Til þess að fá betri innsýn í umhverfi og markaðsstarf Geosilica var tekið viðtal við Fidu Abu L...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Rós Björnsdóttir 1999-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40965
Description
Summary:Þessi ritgerð byggist á því að búa til markaðsáætlun fyrir sprotafyrirtækið Geosilica Iceland hf. sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hágæða fæðubótarefnum sem unnin eru úr íslenskum jarðhitakísli. Til þess að fá betri innsýn í umhverfi og markaðsstarf Geosilica var tekið viðtal við Fidu Abu Libdeh frumkvöðul, stofnanda og framkvæmdastýru Geosilica hf. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hver möguleg sóknartækifæri Geosilica eru ásamt því að draga fram hver núverandi staða fyrirtækisins er á samkeppnismarkaði. Í því skyni var gerð raunhæf úttekt á núverandi stöðu Geosilica með því að greina innra og ytra umhverfi fyrirtækisins ásamt því að skoða helstu styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri sem fyrirtækið stendur frammi fyrir. Í seinni hluta ritgerðarinnar er síðan markaður Geosilica skilgreindur og ferli miðaðrar markaðssetningar skoðað. Að lokum er greint frá markmiðum, vaxtastefnu og helstu markaðsaðgerðum Geosilica. Niðurstöður markaðsáætlunar sýna fram á að Geosilica er að gera margt vel í sínu markaðsstarfi en þó eru tækifæri til úrbóta til þess að ná fram tilsettum markmiðum fyrirtækisins. Ljóst er að mikill samkeppni ríkir um sölu á fæðubótarefnum sem hafa svipaða virkni og vörur Geosilica og er því mikilvægt að aðgreina vel vörur fyrirtækisins frá helstu samkeppnisaðilum til þess að skapa vörumerkinu sterkan sess í huga markhópsins. Við gerð markaðsáætlunar kom í ljós að markaður Geosilica gæti breyst töluvert á næstu árum með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og öðrum samfélagslegum breytingum sem vert er að nýta sem sóknartækifæri í markaðsstarfinu. Með því að setja raunhæf og mælanleg markmið getur Geosilica styrkt samkeppnisstöðu sína enn frekar og jafnframt nýtt tækifæri á markaði til frekari uppbyggingar og vaxtar í komandi framtíð.