Áhrif bandaríska setuliðsins á tónlistarlíf Íslendinga 1951-1983

Í ritgerðinni verður athyglinni beint að áhrifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á tónlistarlíf Íslendinga. Fjallað verður um þau áhrif sem Kanaútvarpið og -sjónvarpið höfðu á tónlistarlíf Íslendinga. Rakið verður það tímabil þegar áhrif varnarliðsins hófust árið 1951, þegar bandarískir hermenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Friðjón Arnarson 1999-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40856
Description
Summary:Í ritgerðinni verður athyglinni beint að áhrifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á tónlistarlíf Íslendinga. Fjallað verður um þau áhrif sem Kanaútvarpið og -sjónvarpið höfðu á tónlistarlíf Íslendinga. Rakið verður það tímabil þegar áhrif varnarliðsins hófust árið 1951, þegar bandarískir hermenn tóku að streyma til landsins og settu upp stöðvar sínar á Keflavíkur-flugvelli, allt til ársins 1983 þegar Rás 2 tók til starfa og áhrif Kanans dvínuðu. Fjallað verður um allar helstu stefnur sem bárust til landsins á tímum varnarliðsins, en þar má nefna rokkið, bítlaæðið, hippatímann, blúsinn, kántrýtónlistina, diskóið og bresku ný-bylgjuna. Einnig verða þeim íslensku hljómsveitum sem spruttu upp í kjölfar þessara stefna og urðu fyrir áhrifum varnarliðsins gerð skil. Ásamt þeim verður hljómsveitum sem spruttu upp á landsbyggðinni, fjarri útsendingum Kanans, einnig gerð skil og skoðað hvaðan þær fengu sinn innblástur. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að vera varnarliðsins hér á landi hafi haft mikil áhrif á tónlistarlíf Íslendinga og óhætt er að segja að það hefði orðið öðruvísi ef ekki hefði verið fyrir alla þá erlendu strauma og stefnur sem bárust til landsins. Án Kanaútvarpsins hefðu sumar tónlistarstefnur sennilega aldrei borist til landsins og eflaust hefðu hljómsveitir sem við þekkjum í dag frá þessum tíma aldrei orðið til. Varnarliðið aðstoðaði hljómsveitir, sem stofn-aðar voru í Keflavík, við að koma sér á framfæri með því að gefa þeim tækifæri til að spila á vellinum. Þau tækifæri höfðu mikil áhrif á tónlistarlíf Íslendinga, því án þeirra hefðu margar hljómsveitir ekki komist langt. Leiðbeinandi minn var Davíð Ólafsson, lektor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og vil ég þakka honum fyrir leiðsögnina og góðar ábendingar. Einnig vil ég færa þakkir þeim viðmælendum sem veittu mér áhugaverða punkta og þeim sem lögðu mér lið með því að svara könnun minni sem lögð var fyrir og veittu mér áhugaverðar upplýsingar, niðurstöðunum til stuðnings.