„Um leið og ég set á mig skeggið, þá fer ég að tala eins og jólasveinn“ :Sviðsetning jólasveinsins á Íslandi

Í þessari ritgerð verður skyggnst á bak við tjöldin hjá þeim sem leika jólasveina á jólaskemmtunum á Íslandi. Stuðst verður við eigindlegar rannsóknaraðferðir og er rannsóknin að mestu byggð á viðtölum við fjóra einstaklinga sem starfa við sviðsetningu jólasveinsins og þátttökuathugunum höfundar. Ei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40852
Description
Summary:Í þessari ritgerð verður skyggnst á bak við tjöldin hjá þeim sem leika jólasveina á jólaskemmtunum á Íslandi. Stuðst verður við eigindlegar rannsóknaraðferðir og er rannsóknin að mestu byggð á viðtölum við fjóra einstaklinga sem starfa við sviðsetningu jólasveinsins og þátttökuathugunum höfundar. Einnig er stuðst við blaða- og tímaritsgreinar og þjóðsögur og bækur um jólasveinanna. Í þessari ritgerð verður sjónum beint að sviðsetningu og birtingarmynd jólasveinanna í út frá ólíkum vinklum. Leitast verður við að skoða hvernig jólasveinarnir á Íslandi hafa þróast og breyst í gegnum tíðina, frá upphafi til dagsins í dag. Þá verður einnig fjallað um þau erlendu áhrif sem þeir hafa orðið fyrir. Með aðferðum þjóðfræðinnar verður gerð grein fyrir performansnum sem á sér stað þegar þessar þjóðsagnaverur eru settar á svið. Skyggnst verður inn í mikilvægi búninga og leikmuna jólasveina, ásamt því að skoða húmorinn sem er leyfilegur og notaður í svona sviðsetningu.