Tengsl áfalla í æsku við þungunarrof meðal kvenna á Íslandi: Niðurstöður úr Áfallasögu kvenna

Bakgrunnur: Áföll í æsku eru hnattrænt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu og þroska einstaklinga. Þegar talað er um áföll í æsku er oftast átt við bæði vanrækslu eða illa meðferð í æsku sem og erfiðleika innan heimilis (e. household dysfunction) snemma á lífsleiðinni. Í gegnum tíðina hefur verið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrönn Hilmarsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40806
Description
Summary:Bakgrunnur: Áföll í æsku eru hnattrænt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu og þroska einstaklinga. Þegar talað er um áföll í æsku er oftast átt við bæði vanrækslu eða illa meðferð í æsku sem og erfiðleika innan heimilis (e. household dysfunction) snemma á lífsleiðinni. Í gegnum tíðina hefur verið bent á tengsl áfalla í æsku við neikvæðar útkomur fyrir andlega og líkamlega heilsu á fullorðinsárum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða tengsl áfalla í æsku við þungunarrof meðal kvenna á Íslandi. Markmiðið var einnig að skoða sambandið sérstaklega eftir bakgrunni þátttakenda, tegund áfalla í æsku og fjölda áfalla í æsku skv. stigum á ACE-kvarða. Aðferð: Fengin voru gögn úr rannsókninni Áfallasaga kvenna. Þátttakendur voru íslenskumælandi konur á aldrinum 18–69 ára. Konurnar svöruðu rafrænum spurningalista sem snerti á ýmsum þáttum tengdum áfallasögu þeirra. Notast var við spuningalistann The Adverse Childhood Experiences International Questionnaire (ACE-IQ) til þess að mæla áföll í æsku. Spurt var um þungunarrof í flokknum „félagsleg áföll“. Tengslum áfalla í æsku og þungunarrofa var lýst á tvennan hátt. Annars vegar eftir tegund áfalla og hins vegar eftir fjölda áfalla sem þátttakendur höfðu upplifað í æsku. Niðurstöður: Af þeim 23.339 konum sem voru í úrtaki rannsóknarinnar höfðu 26,3% farið í þungunarrof. Þátttakendur sem höfðu farið í þungunarrof voru líklegri til að hafa orðið fyrir áfalli í æsku samanborið við þátttakendur sem ekki höfðu farið í þungunarrof. Þetta átti við um allar tegundir áfalla. Algengustu áföllin meðal kvenna sem höfðu farið í þungunarrof voru skilnaður foreldra/foreldri fallið frá, andleg vanræksla og að eiga heimilismeðlim með áfengis- eða vímuefnavanda. Meirihluti þátttakenda hafði upplifað eitt eða fleiri áföll í æsku (80,2%). Eftir því sem áföllum í æsku fjölgaði, því hærra varð hlutfall þátttakenda sem höfðu farið í þungunarrof. Ályktanir: Þungunarrof eru mikilvægur þáttur í réttindum kvenna til að stjórna barneignum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mikilvægar upplýsingar ...