Sérhannað húsnæði aldraðra. Stefnumótun og löggjöf á Íslandi 1983-2008

Þessi rannsókn beinist að hinum opinbera ramma um húsnæðismál aldraðra. Notuð var eigindleg aðferð, skjala- og stefnugreining, við mat á löggjöf og stefnumótun eins og hún birtist í opinberum gögnum. Skoðuð var hugmyndafræðin þar að baki, meginábyrgð á ákvarðanatöku og framkvæmd og hvort löggjöf og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Kristín Jónsdóttir 1959-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4080
Description
Summary:Þessi rannsókn beinist að hinum opinbera ramma um húsnæðismál aldraðra. Notuð var eigindleg aðferð, skjala- og stefnugreining, við mat á löggjöf og stefnumótun eins og hún birtist í opinberum gögnum. Skoðuð var hugmyndafræðin þar að baki, meginábyrgð á ákvarðanatöku og framkvæmd og hvort löggjöf og stefnumótun styðji við sjálfstæði aldraðra varðandi búsetu. Aflað var upplýsinga um sérhannað húsnæði fyrir eldra fólk og þá þjónustu sem fylgir. Til að kanna framboð af sérhönnuðum íbúðum var sendur spurningalisti til félagsmálastjóra og spurt um húsnæði í sveitarfélögum landsins og viðbótarupplýsinga aflað með símtölum og skipulagðri leit á vefsíðum. Íbúðirnar voru greindar í þrjá flokka eftir aðstöðu og þjónustu. Við tölfræðiúrvinnslu var notuð megindleg aðferð. Meginniðurstöður eru þær að töluvert hefur verið byggt af sérhönnuðu húsnæði. Uppbygging stofnanarýma er í samræmi við markmið um aðgengi að slíkri þjónustu en vantað hefur skýra verkaskiptingu og áætlanagerð. Löggjöf um þjónustuíbúðir hefur verið óskýr og ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd á uppbyggingu íbúða dreifð milli ráðuneyta og nefnda á sveitarstjórnarstigi. Stefnumótandi vinna og lagabreytingar allra síðustu ár miða að því að skýra verkaskiptingu og ábyrgð. Núverandi stefnumótun er metnaðarfull og víðtæk.- This study looks at the policy and legislative framework for age-specific housing in Iceland. Official data were reviewed to assess policy making and a short questionnaire was sent to the directors of social services in all municipalities followed by telephone calls to collect further data on age-specific housing. The principles underlying policy were explored, as were responsibilities for decision making and implementation and whether legislation and policy making support independent living for the elderly. A primary stated goal in social policy and legislation is to enable and support independent living for as long as possible. In Iceland, more reliance has been put on institutional placement than on other types of housing and domestic service. ...