Frá saklausri flensu til inntöku sótthreinsivökva og annarra örþrifaráða. Upplýsingamiðlun stjórnvalda og umfang upplýsingaóreiðu á Íslandi og í Bandaríkjunum á tímum COVID-19

Á tímum alvarlegrar lýðheilsuógnar eins og COVID-19 berast nýjar upplýsingar ótt og títt. Erfitt getur reynst að greina sannleiksgildi upplýsinga á internetinu og því myndast kjöraðstæður fyrir upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða hefur sett mark sitt á COVID-19 faraldurinn, sem gerir baráttuna við CO...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Magnúsdóttir 1999-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40765
Description
Summary:Á tímum alvarlegrar lýðheilsuógnar eins og COVID-19 berast nýjar upplýsingar ótt og títt. Erfitt getur reynst að greina sannleiksgildi upplýsinga á internetinu og því myndast kjöraðstæður fyrir upplýsingaóreiðu. Upplýsingaóreiða hefur sett mark sitt á COVID-19 faraldurinn, sem gerir baráttuna við COVID-19 tvíþætta. Annars vegar barátta við dreifingu kórónuveirunnar og hins vegar barátta við dreifingu rangra og misvísandi upplýsinga um kórónuveiruna. Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir umfangi og einkennum upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 faraldurinn á Íslandi og í Bandaríkjunum. Ásamt því er markmið ritgerðarinnar að greina frá upplýsingamiðlun stjórnvalda ríkjanna tveggja og mögulegum áhrifum hennar á upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að upplýsingamiðlun stjórnvalda hafi ekki stuðlað að upplýsingaóreiðu á Íslandi, en hafi gert það í Bandaríkjunum þar sem að orðræða forseta Bandaríkjanna virðist hafa verið uppspretta upplýsingaóreiðunnar. Jafnframt gefa niðurstöður til kynna að upplýsingaóreiða hafi verið í lágmarki á Íslandi, en nokkuð mikil upplýsingaóreiða hafi myndast í Bandaríkjunum, þar sem að traust til stjórnvalda spilar nokkuð stórt hlutverk.