Úr viðjum vanans. Grunnhugtök og verkfæri stafrænnar vegferðar.

Í þessu lokaverkefni til M.A. prófs í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands verður farið yfir nokkur grunnhugtök og verkfæri stafrænnar vegferðar. Þetta er víðfemt viðfangsefni sem snertir allt samfélagið. Stafræn vegferð er að upplagi mismunandi því þarfir og aðstæður þeirra sem fara í þessa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingvar Högni Ragnarsson 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40750
Description
Summary:Í þessu lokaverkefni til M.A. prófs í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands verður farið yfir nokkur grunnhugtök og verkfæri stafrænnar vegferðar. Þetta er víðfemt viðfangsefni sem snertir allt samfélagið. Stafræn vegferð er að upplagi mismunandi því þarfir og aðstæður þeirra sem fara í þessa vegferð geta verið ólíkar. Kröfur vegferðarinnar eru oftast þær sömu og snerta svið mannauðs, stjórnunar, innleiðingu nýrrar tækni og stafrænna lausna. Í grunninn snýst stafræn vegferð um innleiðingu nýs hugsunarhátts skapandi hugsunar og endurmótun skipulagsheildar sem miðar að því að gera hið stafræna að upplagi, þar sem notandamiðuð hugsun og nýsköpun er virkjuð í leit að virði og nýjum tækifærum. Breyturnar eru margar í stafrænni vegferð en stafrænir leiðtogar munu þar gegna lykilhlutverki, ásamt menntun mannauðs í stafrænni færni. Stafræn vegferð Hafnarfjarðar er tekin til skoðunar sem raundæmi um framkvæmd stafrænnar umbreytingar og innleiðingu notendamiðaðrar hugsunar og nýsköpunaranda. Rannsókn Stafræna hæfniklasans á stafrænni hæfni leiddi í ljós að skortur er á þekkingu og skilningi á því hvað felst í stafrænni vegferð. Stafræn stefna Íslands er því borin saman við áherslur erlendra ríkja og þá stefnumótun sem þar er höfð að leiðarljósi. Þetta lokaverkefni dregur saman ákveðna grunnþætti sem stafræn vegferð felur í sér og varpar fram áskorunum og tækifærum sem Ísland þarf að takast á við til að dragast ekki aftur úr í stafrænni vegferð í alþjóðlegu samhengi. This thesis is the final project for an M.A. degree in Practical Cultural Management from the University of Iceland. In this thesis I will discuss a number of core concepts of digital adaptation. It is a topic with a broad scope that affects all aspects of society. Digital adaptation by default can vary between organizations as their needs and circumstances differ. The demands often concern the same aspects and will involve human resources, leadership, implementation of new technologies, and digital solutions. The foundation of digital adaptation is ...