„Skemmtilegi hluti stjórnsýslunnar“ Tilviksrannsókn á starfi menningar- og ferðamálafulltrúa sveitarfélaga á Íslandi

Markmið ritgerðarinnar er að kanna hversu almenn ráðning menningar- og ferðamálafulltrúa er í sveitarfélögum á Íslandi og rýna í hlutverk þeirra og verkefni í stjórnsýslueiningunni. Fjallað verður um stjórnkerfi Íslands, stofnanakenningar, sjálfræði, valddreifingu og kenningar um bol...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Herdís Ýr Hreinsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40749
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að kanna hversu almenn ráðning menningar- og ferðamálafulltrúa er í sveitarfélögum á Íslandi og rýna í hlutverk þeirra og verkefni í stjórnsýslueiningunni. Fjallað verður um stjórnkerfi Íslands, stofnanakenningar, sjálfræði, valddreifingu og kenningar um bolmagn sveitarfélaga. Rannsóknin telst til tilviksrannsóknar og byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð. Gagnasöfnun fólst í að tekin voru tíu viðtöl við starfandi fulltrúa eða fulltrúa sem eru með málaflokkinn á sinni könnu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að af 69 sveitarfélögum eru 28 þeirra með starfandi fulltrúa til að sinna málaflokknum. Hlutfallslega eru flestir fulltrúarnir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í öðrum landshlutum er algengast að stærstu sveitarfélögin hafi haft bolmagn til að ráða inn fulltrúa. Þá sýna niðurstöður að verkefnasvið fulltrúanna er fjölbreytt. Þær sýna þó að helstu verkefnin eru þau sömu hjá fulltrúum en það mátti greina að verkefnin geta verið ólík eftir stærð og staðbundnum áherslum. Hlutverk fulltrúanna er að vera tengiliður á milli stofnana, fyrirtækja, íbúa og listafólks inn í stjórnsýsluna. Þá benda niðurstöður á að stofnanaumgjörð sveitarfélaga hafi áhrif á verkefnavalið. Fulltrúarnir upplifa sjálfræði og frelsi í starfinu og eru hluti af heildarkerfinu eins og nýjar-stofnanakenningar gera ráð fyrir. Þá mátti greina að starfið sé ekki eins formlegt og önnur lögbundin störf inni í stjórnsýslunni og er starfinu lýst sem skemmtilega hluta stjórnsýslunnar. The aim of this paper is to examine how many municipalities have hired culture and tourism representatives in municipalities in Iceland and to examine their role and tasks in the administrative unit. The governance of Icelandic municipalities, institutional approach, autonomy, decentralization and the capacity of local government will be discussed. The paper is a case studies, based on a qualitative research where data collection consisted of ...