Húsnæðisbætur - Hvert er umfang of- og vangreiðslna húsnæðisbóta og hverjar eru helstu ástæður að baki þeim?

Stjórntækið húsnæðisbætur er mikilvægt fyrir marga en til þess að það skili markmiði sínu sem best er ákjósanlegt að tekju- og eignaáætlanir yfir árið séu sem nákvæmastar til þess að lágmarka of- eða vangreiðslur. Markmið rannsóknarinnar er annars vegar að varpa ljósi á umfang of- og vangreiðslna hú...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aldís Hilmarsdóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/40737
Description
Summary:Stjórntækið húsnæðisbætur er mikilvægt fyrir marga en til þess að það skili markmiði sínu sem best er ákjósanlegt að tekju- og eignaáætlanir yfir árið séu sem nákvæmastar til þess að lágmarka of- eða vangreiðslur. Markmið rannsóknarinnar er annars vegar að varpa ljósi á umfang of- og vangreiðslna húsnæðisbóta sem koma í ljós við lokauppgjör sem fram fer árlega í kjölfar álagningar skattyfirvalda og hins vegar að greina helstu ástæður sem liggja að baki. Stjórntækið verður metið eftir einkennum og áhrifum eins og þau eru sett fram í bókinni The Tools of Government: A Guide to the new Governance sem ritstýrð var af Lester M. Salamon. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að umfang of- og vangreiðslna hefur verið nokkuð jafnt síðastliðin þrjú ár ef litið er til hlutfalls af fjölda umsókna og hafa ofgreiðslur verið á bilinu 21 - 22% og vangreiðslur á bilinu 34 - 35%. Niðurstöður sýna einnig hvernig of- og vangreiðslur dreifast á milli fjárhæðabila bæði hvað varðar fjölda og fjárhæðir á hverju bili. Hvað varðar ástæður leiðir rannsóknin í ljós að misræmi á milli tekna í áætlun annars vegar og við álagningu hins vegar sé langalgengasta ástæða of- og vangreiðslna og er hún því greind enn frekar í undirástæður. Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa verið afhentar framkvæmdaraðila laga um húsnæðisbætur, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, og eru þær þegar byrjaðar að nýtast við að endurskoða verklag og ferla við gerð tekju- og eignaáætlana og bæta upplýsingagjöf til umsækjenda. Ef vel tekst til mun umfangið fara minnkandi með hverju árinu, leigjendum og stjórnvöldum til hagsbóta. The Housing benefit system in Iceland is an essential government tool. To ensure its best deliverance it is important that estimation of income and assets is as accurate as possible to minimize the risk of over- or underpayments. The objective of this research is twofold; on one hand to evaluate the scope of over- and underpayments of housing benefit payments following the tax assessment results each year. On the other hand, the objective is to identify ...